lunedì, marzo 20, 2006

AMPOP og helgin

Eins og fram hefur komið ætlaði ég á Ampop tónleikana á Nasa og auðvitað fór ég. Ég fór nú ekki alveg ein eins og útlit var fyrir. Jóa vinkona mín kom með mér, mér til halds og traust.... gott að eiga góða vini skiluru. Aftur að Ampop.... þeir voru tææær snilld. Ég hef aldrei farið á tónleika þar sem trommarinn hefur spilað svona aðalhlutverkið. Þegar þeir tóku lagið My delusions varð allt þokkalega vitlaust í húsinu og þá fór trommarinn á kostum og átti staðinn. Frábær skemmtun og ég væri algjörlega til í að fara á tónleika með þeim aftur og aftur og aftur en þá mættu þeir reyndar spila aðeins fleiri lög ;-) En flottir voru þeir. Annars fór helgin að mestu í leti bara og afslappelsi sem þýddi það að ég spókaði mig að mestu bara um á náttfötunum allan daginn og reyndar kíkti ég aðeins í skólabækurnar(gat gert það á náttfötunum) ... er að rembast við að læra ítölsku. Eins og sést þá var þetta alveg einstaklega ljúf helgi.

0 Commenti:

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page