mercoledì, marzo 22, 2006

Halló halló

Ég lenti í þeirri lífreynslu í gær að fara með henni múttu minni í bíl...hún "keyrði" og á að heita með ökuskírteini. En jísess kræst konan er eins og villidýr þegar hún sest undir stýri og ég hugsaði þetta er mitt síðasta. Svo til að bæta gráu ofan á svart þá er konan einn og ekkert (eins og synir mínir segja gjarnan um lágvaxið fólk) þannig að þegar hún var að flauta og "senda" puttan þá sá fólk ekki konuna undir stýrinu heldur leit á mig með illum augum :-S og þegar ég skammaði hana fyrir þessa framkomu í umferðinni þá hló hún bara að mér og sagði mér að það væri of mikið af fíflum í umferðinni ... döööö ræt en það var ein plús sem kom út úr þessari lífsreynslu. Ég græddi efni í pils sem villidýrið hún mútta mín ætlar að sauma á mig fyrir laugardaginn. Hrikalega flott efni sem við fengum í Seymu (þannig að bílferðin með henni var alla leið af Seltjarnarnesinu í Hafnarfjörð).
Fyrir hádegið í gær var hann Crúzi vinur minn að taka þátt í útvarpsstjörnu Íslands á Kissfm 895 og auðvitað hlustaði ég á hann. Hann er náttúrulega útvarpsstjarna af Guðsnáð það er ekki spurning. Þannig að þið sem misstuð af töpuðuð feitt. Það sem hann þessi elska hefur meðal annars umfram aðra er að hann er ekki stöðugt að blaðra samhengislausa vitleysu um klukkuna svo hefur hann líka mjög flotta útvarpsrödd og á flestum sviðum góðan tónlistarsmekk ... þannig að allir koma nú; KJÓSIÐ Markús Þórhallsson sem næstu útvarpsstjörnu Íslands á Kissfm ( www.kissfm.is). Við sem kjósum hann fáum dúndur skemmtilegan strák í útvarpið með flotta rödd og hann kemst í draumastarfið ;-P ... þannig að það græða allir á því.
Gærkvöldið fór í að læra með elsta syni mínum ... dönsku :-S ég er nú ekki alveg sú sleipasta þar sko. Þannig að ég leitaði á náðir vinkonu minnar Jóu og fékk hana til að hjálpa okkur með þetta. Enda vorum við báðar búnar að standa í þessu á síðustu önnu, svo saman rúlluðum við þessu upp á met tíma enda snillingar þegar við komum saman ... Jóa fékk sko 9 í þessari dönsku en ég bara 8. Saman erum við sjálfsagt 10 ... hehe.

3 Commenti:

Alle 2:17 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Við erum nær því að vera 11 finnst mér og Guðlaugu örugglega líka :) Jóa

 
Alle 3:17 PM , Blogger Dýza skvíza ha detto...

samtals vorum við sko 17 skiluru:-)

 
Alle 3:17 PM , Blogger Dýza skvíza ha detto...

samtals vorum við sko 17 skiluru:-)

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page