venerdì, marzo 24, 2006

Ýmislegt að gerast hjá skvízunni

Jæja ég sendi syni mína úr landi í morgun ... þeir voru orðnir óalandi og óferjandi ... þannig að ég sendi þá til Manchester á fótboltaleik. Það ætti að lækna lætin í þeim í smá tíma eða þar til þeir fá fiðringin til að fara til NYC. Þeir eru náttúrulega ekki alveg tilbúnir að slíta naflastrenginn þessar elskur og eru búnir að hringja í mig 7 sinnum síðan þeir lentu ... voru komnir til Manchester um hádegi sko. Þeir segja að þetta sé nú frekar subbuleg borg en með gott fótboltalið þannig að þetta er umborið.
Leikurinn sjálfur sem þeir eru að fara á er á sunnudaginn, þar á Manchester að keppa við Birmingham. Dóri (sá yngri) sagði að ef við sáum einhvern hlaupa nakinn yfir völlinn með glás af löggum á eftir sér þá væri það hann :-s :-s ... það rauk sko í gegnum hausinn á mér; shitturinn titturinn hann gæti sko alveg tekið upp á þessu gosinn. Pabbi hans las sko yfir honum með þessa hugmynd og sagði honum að þó hann þekkti löggur þarna þá mundi hann ekki bjarga honum heldur hafa samband og sjá til þess að fengi að dúsa í fangelsinu þarna extra lengi !!! hehe við það sljákkaði aðeins í gosanum og það endaði með því að hann gaf okkur loforð um að gera þetta ekki. Eins og sést þá sakna ég þeirra frekar mikið enda eru þetta bestu synir í heimi þessar elskur þó þeir séu ansi uppátektarsamir stundum og geti gert meðal manneskju ansi gráhærða með uppátækjunum :-S en ekki gæti ég fyrir mitt litla líf hugsað mér lífið án þeirra.... Áfram Gunnsó og Dóri ;-P

0 Commenti:

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page