domenica, aprile 30, 2006

Rossopomodoro og Náttfatapartý á Laugaveginum


Um helgina, nánar til tekið á laugardagskvöldinu, fórum ég, Yoka, Snorri og Torfi á Rossopomodoro. Það var alveg rosalega fínt að öllu leiti nema það var fullmikið skvaldur þarna inni og erfitt að tala saman. Maturinn var mjög góður og þjónustan alveg í góðu lagi. Kannski pínudýrt en samt ekkert mikið dýrara en td. á TGI eða einhverjum svoleiðis stað. Ég er nú kannski bara svo ódönnuð að það káfaði ekkert upp á mig að það væru ekki dúkar á borðum eða tauservettur. Eftir matin ákváðum við að fara og kíkja aðeins á næturlífið - hin voru nú aðeins óreyndari í þeim efnum en ég...hehe :-Þ Þar sem klukkan var nú ekki einu sinni orðin miðnætti var ekkert um að ske í bænum. Við létum okkur samt hafa það að rölta á hina og þessa staði sko. Snorri stakk upp á því að við kíktum á Hverfisbarinn .. mér fannst það nú heldur klént. Enda er aldurinn þar ca 18-25 ára !!!! Þannig að ég lét hann nú vita það að hann kæmi nú til með að líta út eins og gömul krumpuð náttföt þar :-s Torfa og Yoku þótti þetta með eindæmum sniðugt en þetta var bara alls ekki hugsað svoleiðis. Málið er að maður þarf að vita hvar maður fittar inn og fólk á fertugs aldri fittar ekki inn með fólki sem gæti verið börnin manns - í það minnsta ekki alltaf :-D Loksins þegar búið var að koma því inn í hausinn á honum (að vísu með því að kíkja á þessa 2 krakka sem voru þar) var ákveðið að fara á Keltic Cross. Þá kom nú snobbið upp í minn get ég sagt ykkur .... jísess kræst ... talandi um sorglegan stað. Þarna vorum saman kominn ekki bara krumpuð náttföt heldur krumpuðustu náttfötin tankjúverínæs. Að vísu slæddust þarna inn svoldið sniðugir strákar í töff fötum sem lífuguðu aðeins upp á staðinn en þar sem þeir voru aðeins blautir í tánna held ég að þeir hafi ekki fattað hvað þeir voru komnir á sorglegan stað... hehe. Eftir þessi ósköp held ég að við höfum farið á Ölstofu Kormáks og Skjaldar ... það var nú allt í lagi svo sem en ekki mikið meira en það. Við enduðum svo kvöldið á því að fara á Rex. Þar þurftum við að vísu að bíða í röð í smá stund. Það hreinsaðist ekkert til í röðinni þó bæði Snorri og Torfi hóstuðu og létu öllum illum látum við að þykjast vera með fuglaflensu :-D Loksins á Rex vorum við sko að tala saman með almennilegan stað. Við Yoka fórum sko strax á dansgólfið og sýndum fólkinu hvernig á að dansa... hehe. Um 2 leytið vorum gömlu krumpuðu náttfötin og bróðir hans búnir að fá nóg og héldum við þá heim á leið :-s

4 Commenti:

Alle 2:50 AM , Blogger Snorri ha detto...

REX SUCKS og sömuleiðis fucking "Love Guru" (my ass). Undarlegt að ég, á fimmtugsaldri en ekki fertugs, skuli fitta verr inn en þú, á sama aldri............

 
Alle 10:32 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Næst þegar við förum út Dýza skulum við passa að vera á sömu lyfjunum svo við séum nú að fá svona svipaða upplifun Rex er hörmulegur staður ef maður er ekki með kók í rananum og býr ekki í 101. En hitt var samt allt mjög fínt.

 
Alle 9:34 AM , Blogger Dýza skvíza ha detto...

Bíddu bíddu nú ert þú að krumpast smá eins og stóri bróðir :D

 
Alle 3:15 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Getur ekki verið ég er "wrinkle free"

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page