lunedì, aprile 10, 2006

Topp 10 listinn minn

Crúzi og Sexy klukkuðu mig og báðu um topp 10 listann minn. Þeas þá á ég að búa til lista fyrir þau 10 lög sem mér finnst ómissandi frá þessari eða síðustu öld. Wow þetta hljóðaði nú eins og ég væri búin að vera til ógó lengi skiluru......síðustu öld :-s En hér kemur listinn :

1. Feel - Robbie Williams
2. Occhi di speranza - Eros Ramazzotti
3. Slow it down - East Seventeen
4. You'll think of me - Keith Urban
5. November rain - Guns'n'Roses
6. Only Lonely - Hootie and the Blowfish
7. The best- Tina Turner
8. How do you mend a broken heart - Michael Bublé
9. Imbranato - Tiziano Ferro
10. Cry - James Blunt

Jájá þetta val mitt á sjálfsagt eftir að koma einhverjum á óvart...hehe sérstaklega þar sem það er eitt Köntrýlag þarna :-) en ef það er hlustað á textan þá skilur fólk það fullkomnleg... ekki satt ! Reyndar eru öll þessi lög með snilldar texta. Ég verð að viðurkenna að þetta var samt svoldið erfitt því þetta eru svo fá lög sem má velja. Það er þannig með þau lög sem ég hlusta á þá veljast þau svoldið eftir því hvernig skapi ég er í þegar ég er að hlusta. Þannig að ef ég hefði verið að velja einhvern annan dag hefði kannski eingöngu verið ítölsk lög þarna eða bara þungarokk. Það er eingöngu ein tónlistarstefna sem ég hef algjöra óbeit á og það er JAZZ. Jazzinn virkar á mig þannig að þegar hann var fundinn upp þá komu saman slatti af mönnum sem kunnu ekki rassgat á hjóðfæri og ákváðu að glamra bara eitthvað út í loftið og fólk er nú oft svo mikið fíbbl að það hélt að þetta ætti að vera eitthvað flott ... uurrrrr. Tómt tjón. Basta.

2 Commenti:

Alle 3:54 PM , Blogger Dýza skvíza ha detto...

Jamz...audda :)

 
Alle 6:19 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Hallo Hafdis :) eg var ad lesa bloggid titt ,geri tad a hverjum degi :) HE HE Eg hef ekki hugmynd um hvad er i gangi bara sona langadi ad srifa sma :)Eg kannski baetist i blogg hopinn eftir ad eg kem heim svo eg verdi lika i KLIKUNNI he he ahhhh....Jaeja tar til naest margret

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page