Popppunktur - djamm - Flúðir - ofl
Jæja það hefur nú orðið lítið úr letinni hingað til alla vegana. Á miðvikudagskvöldinu fór ég til Crúza og Sexy eins og til stóð og þar var sko spilað frá á rauða nótt. Það var spilaður Popppunktur og var Crúzi alveg á leiðinni að rúlla þessu upp þá var gerð innrás og voru þar Úlla "systir" og Íris með einkabílstjórann sinn Jón. Þær náttla rústuðu öllum plönum um rólegheit og drógu okkur Sexy nauðugar í bæinn með sér á djammið. Það var nú að vísu ógó skemmtilegt ... við byrjuðum á því að fara á Thorvald en þar var stappað (lítill staður) og ekkert brjálæðislega skemmtileg danstónlist. Þannig að við ákváðum að skjótast á Rex og þar var sko allt að gerast .. og dúndur danstónlist. Þar dönsuðum við og kjöftuðum þar til okkur var hent í bókstaflegri merkingu út með ruslinu sko :-D Það tekur náttla á að dansa og kjafta svona mikið þannig að við urðum að fara á Nonnabita og fá okkur smá að borða á meðan við biðum eftir Jóni einkabílstjóra.
Í gærkvöldi var ætt af staði í sveitina...á Flúðir nánar tiltekið. Þar var heljarinnar unglingaball sem dóttlu mína langaði á og ég ákvað að keyra hana og Bertu frænku hennar á það. Ballið var frá 21:00-24:00. Yoka kom með til að ég hefði félagsskap á meðan dömurnar væru á ballinu. Við ákváðum að keyra þarna um sveitina og enduðum á Hótel Geysi ... sem er geggjaðslega flott. Þar settumst við niður og fengum okkur súkkulaðibolla og blaður. Við vorum svo mættar aftur fyrir utan ballið rétt fyrir 24:00 en hún er nú ekki ólík múttunni hún dóttla mín og var henni sópað út með ruslinu af þessu balli. Við vorum svo komnar í bæinn rúmlega 1:00. Dóttlan í skýjunum eftir að hafa fengið að hitta Ingó "sinn" og múttan hrikalega þreytt....
Dagurinn í dag lítur út fyrir að ætla að ná að verða einhver afslöppun því kl. er 1/2 3 og ég er ennþá á náttfötunum ..... lofar góðu :-D
2 Commenti:
LETIHAUGUR!!!!!!!!!!!!! Á ekkert að fara að bæta neinu nýju hér inn?????
Ég gleymdi víst að setja nafnið mitt
Posta un commento
Iscriviti a Commenti sul post [Atom]
<< Home page