domenica, agosto 31, 2008

Ýmislegt að gerast!!!

Ég komst að því í vikunni að Ragna vinkona mín er flutt til útlanda :( Hún er flutt með börn og buru til Maasticht í Hollandi. Ég sé að vísu einn plús í því, ég get farið til útlanda að heimsækja hana. Að vísu er smá vandamál sem ég þarf að leysa í kringum það. Ég veit ekki alveg hvort ég finna tíma til þess fyrr en næsta sumar en ég mun svo sannarlega leita að tímanum og ef ég dett niður á tíma fyrir sumarið gríp ég hann ;P
Tímaleysið kemur til af því að ég ætla að smella mér í nám í Háskólanum í Reykjavík sem mig hlakkar hriiikalega til að byrja í. Það hefst núna á mánudaginn og er diplomanám í Rekstri og stjórnun. Ég á líka kort í World Class sem ég VERÐ að fara að nýta margfalt betur en ég geri núna. Reyndar er búið að vera svo geggjað veður í sumar svo ég hef ekki tímt að vera inni á hlaupbretti eða í tíma. Í staðinn hef ég farið í klukkutímalangar gönguferðir með Gizmo á kvöldinn eða svona flest kvöld ;P Það er svo geggaðslega gaman, róandi og yndislegt að labba göngustíginn hjá Ægissíðunni og sjá allt fólkið og bara njóta veðursins með Ipodinn í botni er alveg toppurinn á tilverunni.