Toronto
Að sjálfsögðu leigði ég bíl fyrir okkur hjá HERTZ áður en við fórum út. Hann var nýttur í hörgul. Við keyrðum meðal annars að Níagrafossunum. Þeir voru STÓRFENGLEGIR must see be for you die. Það var ég hálfplötuð upp í einhvern himinháan turn með frábært útsýni yfir allt og þar á meðal fossana. Ég er nefnilega ævintýralega lofthrædd (sem hefur versnað með árunum) en ég algjörlega neita að láta það stjórna mér. Þannig að fíbblið ég æddi upp í þennan turn. Lyftan sem fór með mig alla leið upp er utan á húsinu og með gleri þannig dýrðin sást í allri sinni HÆÐ!!! Ég hafði þetta af en var alveg lafhrædd svona til að byrja með en svo var ég "bara" hrædd. En þetta var ofboðslega flott útsýni og ég sé ekki eftir því að hafa látið "plata" mig þarna upp.
Við smelltum okkur líka í Canadas Wonderland sem er rússíbanaskemmtigarður. Þar lét ég ekki plata mig í nema eitt tæki og af góðri ástæðu. Ekki það að mig langaði ekki heldur bara gata það ekki. Krakkarnir og Snorri fóru í nokkur tæki þar á meðal Behemoth sem á að vera hæsti stærsti hraðskreiðasti og ógvænlegast rússibani í heiminum í dag.
Svo var náttúrulega aðeins kíkt í búðir fyrst mar var í útlöndum = 4 klst á 5 dögum - geri aðrir betur með það að hafa það svona lítið með 2 unglinga og það annan unglingi kvenkyns.
Myndin sem fylgir með var tekin í einni búðinni. Ég ákvað að láta hana fylgja með af því að hún er svo flott enda myndefnið áberandi fallegt :)
0 Commenti:
Posta un commento
Iscriviti a Commenti sul post [Atom]
<< Home page