mercoledì, dicembre 10, 2008

Historie d'O



Bókin á náttborðinu mínu núna er Historie d'O. Ansi áhugaverð svo ekki sé meira sagt. Það gekk ekki þrautarlaust að nálgast þessa bók til að geta lesið hana. Ég hringdi í nokkrar bókabúðir hér á höfuðborgarsvæðinu (hafði nú ekki hugmyndaflug fyrr en núna að mögulega gæti hún verið til úti á landi) og fékk þar þau svör að þau ættu ekki þessa bók :( Þannig að ég ákvað að hringja í Borgarbókasafnið og þar fékk ég að vita að hún væri til hjá þeim og ég gæti nálgast hana ef ég vildi. Ég náttúrulega æddi af stað í bókasafnið. Þar hitti ég á voðalega ljúfa konu sem sagði mér eftir smá pjakk á tölvuna að þau ættu ekki þessa bók en það væri til eitt eintak í Þjóðarbókhlöðunni. Svo skvízan æddi þangað næst og fékk að vita að sem betur fer væri þetta eina eintak inni og væri upp á 4 hæð. Þetta kostaði náttúrulega kaup á skírteini í safnið sem ég "fjárfesti" í með glöðu svo sem.

BÓKIN er loksins komin í hús og ég er byrjuð að lesa. Þetta er svolítið annað en það sem ég hef lesið hingað til það get ég sagt ykkur :P Ég byrjaði nefnilega lesturinn í gærkvöldi áður en ég fór að sofa. Mér finnst þetta svolítið sorgleg saga. Einhverjar kvennréttindaherfur mundu sjálfsagt segja að bókin væri full af kvennfyrirlitningu og kvennhatri. Mín skoðun er sú að það er algjörlega túlkunar atriði hvernig þú lest þessa sögu (en þessar blessuðu herfur sjá nú eitthvað neikvætt við flest). Sagan er nefnilega um konu sem er kynlífþræll og verður að einhvers konar hlut. Konan heitir Odelia en er alltaf kölluð O eins og ég sagði sorgleg og pínu dónó á köflum en só vatt :) Ég held að ég geti alveg mælt með henni .... það var nefnilega mælt með henni við mig .... hehe.


0 Commenti:

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page