sabato, ottobre 25, 2008

Nights in Rodanthe :)


Ég fór ein að sjá myndina Nights in Rodanthe um daginn. Hún er algjört ÆÐI. Mæli tvímælalaust með henni ef þú fílaðir Under the Tuscan sun, Wedding date, The Notebook. If only osfrv. Ég er nefnilega algjör sökker fyrir rómantískum myndum.

Í þessari mynd er eitt flottasta lagið í dag. Love remains með Gavin Rossdale. Hrikalega flottur texti í því lagi :) Endilega YouTube-ið það og hlustið á það. Skemmir ekki að söngvarinn er ekki alveg ljótur ;P

En aftur að myndinni. Eins og ég sagði þá setti hún allan fiðrildabúskapin af stað í maganum á mér og einnig öll tárin í augunum mínum líka (á samt smá eftir fyrir næstu svona mynd). Ég var nú að hugsa um að lýsa myndinn svoldið en ég held að hver og einn sem ætlar að sjá þessa mynd verið að fá að upplifa hana á eigin forsendum (nú hljóma ég eins og þetta sé eitthvað óskarsverðlauna verk sem þetta er alls ekki - eingöngu hriiiikalega góð afþreying). Setninginn It's never too late for a second change lýsir henni mjög vel :) Ég ætla sko að kaupa hana þegar hún kemur út til að eiga svo ég geti horft á hana aftur og aftur og aftur eins ég hef gert með Wedding date og fleiri svona sökkera myndir :)

Neibs ég er ekkert vangefinn í hausnum eins og eldri sonur minn Gunnar Dagur mundi segja...hehe.

2 Commenti:

Alle 12:19 AM , Anonymous Anonimo ha detto...

Hey ertu enn að blogga hér, aldrei að vita nema ég hefði kíkt með þér á þessa mynd.
Sigga

 
Alle 12:39 AM , Blogger Dýza skvíza ha detto...

ættir að vita það að ég kem sífellt á óvart. Algjörlega til í að sjá hana aftur .... verst að ég væli svo mikið að það er óvíst að þú heyrir nokkuð í myndinni ;)

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page