lunedì, settembre 24, 2007

La vita e bella ;D

Á laugardagskvöldinu var mér og Snorra ásamt krakkagenginu boðið í mat til Rögnu og Jóhannesar. Það var tær snilld í einu og öllu. Við vorum beðin um að mæta um 6 leytið sem var gert með glöðugeði.
Meðan maturinn var að mallast rifjuðum við upp gamla góða tíma okkur báðum til mikillar ánægju og ég held nú reyndar að flestir sem hlustuð á hafi haft þokkalega gaman af. Ragna minnti mig á það þegar við klipptum og rökuðum hárin af skottinu á kisunni minni og hvað hún (kisan) varð skömmustulega á eftir og lúpuleg greyið. Ég var búin að steingleyma þessu ódæðisverki okkar - kannski sem betur fer. En bæði því miður og sem betur fer var þetta nú ekki það eina sem við brölluðum.
Ég held nú að það sem rifjast oftast upp fyrir mér er þegar við fórum á nýársdansleikinn í Valhöll á Eskifirði í okkar venjulegu fötum til að byrja með en ákváðum svo að fara heim og kom í einhverju hræðilegu til baka sem mundi valda þvílíkri hneysu og kjaftagangi að fólk væri lengi að jafna sig. Ragna fékk lánaðan doppóttan síðan kjól af Jónu ömmu (sem ég á inni í skáp hjá mér í dag) en ég fékk svartan síðan kjól af mömmu. Í þessum ósköpum æddum við á dansleikinn aftur og sá fyrsti sem mætti okkur átti ekki til orð yfir því hvað við værum fínar - sem heil rústaði kvöldinu og við snérum heim aftur með skottið (samt ekki rakað eða klipp) á milli lappana og fórum úr þessu ógeði í fötin okkar. Jóna amma skemmti sér alveg konunglega yfir þessum óförum okkar.
Mjög oft fengum við Ragna "bílinn" lánaðan hjá afa eða mömmu og pabba og brunuðum á blússandi siglingu á næstu firði.
Í eitt skipti var ég mönuð í spyrnu við strák á Reyðarfirði og þó ótrúlegt megi virðast hafði ég betur á "bílnum", kannski og aðallega vegna þess að hann hefur ekki verið jafn snaróður og við tvær vorum þegar við vorum saman...vá hvað við höfum verið miklar götustelpur. En við skemmtum okkur alltaf hrikalega vel saman og brölluðum ótrúlegustu hluti. Sumu verður deilt með öðrum og annað verður bara okkar að vita.....hehe.

Heiða "systir" kom svo svolitlu áður en maturinn var klár og sat með okkur fram á nótt að kjafta og rifja upp gamla góða tíma frá Eskifirði með okkur. Ég held að bæði Snorri og Jóhannes hafi nú fengið að heyra ýmislegt sem þeir hafi nú alls ekki átt von á enda erum við orðnar svo stilltar og þroskaðar í dag... hehehe :D

Fyrir þá sem ekki vita það þá erum við Ragna erum búnar að þekkjast síðan við vorum smástelpur og að öðrum ólöstuðum þá er hún uppáhaldsbesta vinkona mína en sem betur fer á ég nokkrar mjög mjög mjög góðar vinkonur.

Svo í kaupbæti á allar góðu minningarnar sem við rifjuðum upp þá var maturinn alveg hriiiiikalega góður. Þannig að þetta verður endurtekið aftur sko - vonandi fyrr en síðar heima hjá mér þá :D

1 Commenti:

Alle 1:06 AM , Anonymous Anonimo ha detto...

Vá, holy moly!!! nýtt blog!!!!! Hvað er í gangi hér, ég er svo aldeilis.

Til hamingju, og ekki láta deigan síga, þetta lookar vel hjá þér.

Sjáumst um næstu helgi, vona ég.

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page