sabato, ottobre 25, 2008

Nights in Rodanthe :)


Ég fór ein að sjá myndina Nights in Rodanthe um daginn. Hún er algjört ÆÐI. Mæli tvímælalaust með henni ef þú fílaðir Under the Tuscan sun, Wedding date, The Notebook. If only osfrv. Ég er nefnilega algjör sökker fyrir rómantískum myndum.

Í þessari mynd er eitt flottasta lagið í dag. Love remains með Gavin Rossdale. Hrikalega flottur texti í því lagi :) Endilega YouTube-ið það og hlustið á það. Skemmir ekki að söngvarinn er ekki alveg ljótur ;P

En aftur að myndinni. Eins og ég sagði þá setti hún allan fiðrildabúskapin af stað í maganum á mér og einnig öll tárin í augunum mínum líka (á samt smá eftir fyrir næstu svona mynd). Ég var nú að hugsa um að lýsa myndinn svoldið en ég held að hver og einn sem ætlar að sjá þessa mynd verið að fá að upplifa hana á eigin forsendum (nú hljóma ég eins og þetta sé eitthvað óskarsverðlauna verk sem þetta er alls ekki - eingöngu hriiiikalega góð afþreying). Setninginn It's never too late for a second change lýsir henni mjög vel :) Ég ætla sko að kaupa hana þegar hún kemur út til að eiga svo ég geti horft á hana aftur og aftur og aftur eins ég hef gert með Wedding date og fleiri svona sökkera myndir :)

Neibs ég er ekkert vangefinn í hausnum eins og eldri sonur minn Gunnar Dagur mundi segja...hehe.

Toronto

Um daginn skellti ég mér til Toronto með yngri börnunum mínum og Snorra eldri. Við ákváðum þetta fyrir allt bankaruglið og vorum búin að ganga frá öllu áður en við fórum þannig að það hefði verið tómt tjón að hætta við á síðustu. Enda var óttalega gott að losna úr öllu volæðinu hérna :) ekki að það hafi verið hætt þegar ég kom til baka-skiljanlega svo sem.
Að sjálfsögðu leigði ég bíl fyrir okkur hjá HERTZ áður en við fórum út. Hann var nýttur í hörgul. Við keyrðum meðal annars að Níagrafossunum. Þeir voru STÓRFENGLEGIR must see be for you die. Það var ég hálfplötuð upp í einhvern himinháan turn með frábært útsýni yfir allt og þar á meðal fossana. Ég er nefnilega ævintýralega lofthrædd (sem hefur versnað með árunum) en ég algjörlega neita að láta það stjórna mér. Þannig að fíbblið ég æddi upp í þennan turn. Lyftan sem fór með mig alla leið upp er utan á húsinu og með gleri þannig dýrðin sást í allri sinni HÆÐ!!! Ég hafði þetta af en var alveg lafhrædd svona til að byrja með en svo var ég "bara" hrædd. En þetta var ofboðslega flott útsýni og ég sé ekki eftir því að hafa látið "plata" mig þarna upp.
Við smelltum okkur líka í Canadas Wonderland sem er rússíbanaskemmtigarður. Þar lét ég ekki plata mig í nema eitt tæki og af góðri ástæðu. Ekki það að mig langaði ekki heldur bara gata það ekki. Krakkarnir og Snorri fóru í nokkur tæki þar á meðal Behemoth sem á að vera hæsti stærsti hraðskreiðasti og ógvænlegast rússibani í heiminum í dag.
Svo var náttúrulega aðeins kíkt í búðir fyrst mar var í útlöndum = 4 klst á 5 dögum - geri aðrir betur með það að hafa það svona lítið með 2 unglinga og það annan unglingi kvenkyns.
Myndin sem fylgir með var tekin í einni búðinni. Ég ákvað að láta hana fylgja með af því að hún er svo flott enda myndefnið áberandi fallegt :)