Jólin komu aftur í ár .. en jólaskapið fylgdi ekki með.
Ef þú vilt fórna aðdáun margra karlmanna fyrir gagnrýni eins, skaltu giftast.....
Bókin á náttborðinu mínu núna er Historie d'O. Ansi áhugaverð svo ekki sé meira sagt. Það gekk ekki þrautarlaust að nálgast þessa bók til að geta lesið hana. Ég hringdi í nokkrar bókabúðir hér á höfuðborgarsvæðinu (hafði nú ekki hugmyndaflug fyrr en núna að mögulega gæti hún verið til úti á landi) og fékk þar þau svör að þau ættu ekki þessa bók :( Þannig að ég ákvað að hringja í Borgarbókasafnið og þar fékk ég að vita að hún væri til hjá þeim og ég gæti nálgast hana ef ég vildi. Ég náttúrulega æddi af stað í bókasafnið. Þar hitti ég á voðalega ljúfa konu sem sagði mér eftir smá pjakk á tölvuna að þau ættu ekki þessa bók en það væri til eitt eintak í Þjóðarbókhlöðunni. Svo skvízan æddi þangað næst og fékk að vita að sem betur fer væri þetta eina eintak inni og væri upp á 4 hæð. Þetta kostaði náttúrulega kaup á skírteini í safnið sem ég "fjárfesti" í með glöðu svo sem.
BÓKIN er loksins komin í hús og ég er byrjuð að lesa. Þetta er svolítið annað en það sem ég hef lesið hingað til það get ég sagt ykkur :P Ég byrjaði nefnilega lesturinn í gærkvöldi áður en ég fór að sofa. Mér finnst þetta svolítið sorgleg saga. Einhverjar kvennréttindaherfur mundu sjálfsagt segja að bókin væri full af kvennfyrirlitningu og kvennhatri. Mín skoðun er sú að það er algjörlega túlkunar atriði hvernig þú lest þessa sögu (en þessar blessuðu herfur sjá nú eitthvað neikvætt við flest). Sagan er nefnilega um konu sem er kynlífþræll og verður að einhvers konar hlut. Konan heitir Odelia en er alltaf kölluð O eins og ég sagði sorgleg og pínu dónó á köflum en só vatt :) Ég held að ég geti alveg mælt með henni .... það var nefnilega mælt með henni við mig .... hehe.
Ég fór ein að sjá myndina Nights in Rodanthe um daginn. Hún er algjört ÆÐI. Mæli tvímælalaust með henni ef þú fílaðir Under the Tuscan sun, Wedding date, The Notebook. If only osfrv. Ég er nefnilega algjör sökker fyrir rómantískum myndum.
Í þessari mynd er eitt flottasta lagið í dag. Love remains með Gavin Rossdale. Hrikalega flottur texti í því lagi :) Endilega YouTube-ið það og hlustið á það. Skemmir ekki að söngvarinn er ekki alveg ljótur ;P
En aftur að myndinni. Eins og ég sagði þá setti hún allan fiðrildabúskapin af stað í maganum á mér og einnig öll tárin í augunum mínum líka (á samt smá eftir fyrir næstu svona mynd). Ég var nú að hugsa um að lýsa myndinn svoldið en ég held að hver og einn sem ætlar að sjá þessa mynd verið að fá að upplifa hana á eigin forsendum (nú hljóma ég eins og þetta sé eitthvað óskarsverðlauna verk sem þetta er alls ekki - eingöngu hriiiikalega góð afþreying). Setninginn It's never too late for a second change lýsir henni mjög vel :) Ég ætla sko að kaupa hana þegar hún kemur út til að eiga svo ég geti horft á hana aftur og aftur og aftur eins ég hef gert með Wedding date og fleiri svona sökkera myndir :)
Neibs ég er ekkert vangefinn í hausnum eins og eldri sonur minn Gunnar Dagur mundi segja...hehe.
Ég komst að því í vikunni að Ragna vinkona mín er flutt til útlanda :( Hún er flutt með börn og buru til Maasticht í Hollandi. Ég sé að vísu einn plús í því, ég get farið til útlanda að heimsækja hana. Að vísu er smá vandamál sem ég þarf að leysa í kringum það. Ég veit ekki alveg hvort ég finna tíma til þess fyrr en næsta sumar en ég mun svo sannarlega leita að tímanum og ef ég dett niður á tíma fyrir sumarið gríp ég hann ;P