venerdì, maggio 05, 2006

Ferðafiðringur - Ítalía




Þessa dagana er ég gjörsamlega að farast úr löngun...mig langar alveg hrikalega mikið til Ítalíu. Ég held að Icelandair hafi vitað af þessum veikleika mínum því það kom póstur frá þeim í morgun þar sem þeir voru með gylliboð á flugi til Mílanó :-s
Ég mundi nú samt ekki hanga lengi í Mílanó, kannski 2 dag, því ég mundi þvælast um Ítalíu með lest eða rútu allt eftir því hvað ég væri að fara langt. Mig langar nefnilega að fara til Verona og Feneyja. Hef nú reyndar komið til Feneyja ... það er geggjaður staður. Yndislega kósí þröngar götur út frá Markúsartorginu og hrikalega auðvelt að villast sem gerir þetta bara meira spennandi. Ég hef aldrei skilið fólk sem fer í fýlu ef það tapar aðeins áttum... ég í það minnsta enda alltaf á því að finna það sem ég er að fara fyrr eða síðar og það að villast smá er bara ævintýri.
Ítalía er alveg yndislega fallegt og skemmtilegt land. Þar er margt að skoða og upplifa. Ég hef verið svo heppin að koma nokkrum sinnum til Ítalíu og skoðað hana smá.

Fyrst skipti sem ég kom til Ítalíu var ég 16 ára. Þá kom ég þangað með skipi sem pabbi minn var Yfirvélstjóri á og hét það skip Ísnes. Við fórum í þeirri ferð frá Chioggia með rútu til Feneyja. Það var ótrúlega gaman. Ég var á þeim aldri þar sem landslagið skipti ekki jafnmiklu máli og hvað það voru hriiiiikalega sætir strákar þarna :-D

Næst þegar ég fór til Ítalíu fór ég með heilt fótboltalið með mér ásamt Emmu vinkonu minni og Gauja þjálfara. Þá fórum við til Rimini og kepptum á fótboltamóti sem gekk alveg ágætlega. Ég hugsa nú að flugið til Ítalíu hafi verið það hrikalegasta sem ég hef lent í, en sem betur fer er ég alls ekki flughrædd, því það gengu eldingar allt í kringum flugvélina þegar við vorum að lenda og það voru nú sumir ansi smeykir þarna. Þar sem ég er að skrifa þetta þá er augljóst að við lentum vélinni í heilulagi ;-Þ Það var ansi erfitt að vera á Ítalíu með 17 hormónagimpi og ég kom ekkert úthvíld úr þessari ítalíuferð frekar en aðrir sem fóru með ... hehe. Þrátt fyrir það var geggjaðslega gaman og ekki höfðu ítalirnir ófríkkað skiluru :-D

Síðast þegar ég fór til Ítalíu fór ég til Brindisi og Rómar. Það var alveg fínt. Ég skoðaði rosalega mikið í þeirri ferð bæði í Róm og Brindisi. Í Brindisi var ég mest ein á daginn og þvældist aðeins þar um en endaði alltaf á því að fara niður að höfninni og skrifa þar í dagbókina mína. Í Róm var náttla mikið meira að skoða og sjá heldur en í Brindisi en báðir staðir hrikalega heillandi á sinn hátt.

Niðurstaðan er sú að það er frekar nauðsynlegt að ég komist til Mílanó þar sem ég hef ekki komið þangað og það er mikið að sjá og skoða...í það minnsta er komin tími til að kíkja til Ítalíu hvert svo sem það verður :-) Sammála !?!?

6 Commenti:

Alle 5:39 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Mætti ég þá frekar biðja um Önundarfjörð

 
Alle 8:45 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Ég væri sko alveg til í að fara til Ítalíu en er hrædd um að það verði aðeins að bíða. Ég hef reyndar bara komið til Rímíni og Feneyja og það þegar ég var 8 ára.

 
Alle 11:10 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Kannski finnurðu einhvern rómantískan til að fara með þér til Ítalíu, Sigga. Og Dýza.

 
Alle 1:54 AM , Blogger Snorri ha detto...

EINHVERN RÓMANTÍSKAN HVAÐ?????

 
Alle 9:02 AM , Anonymous Anonimo ha detto...

Einhvern rómantískan, eins og þig, Snorri;)

 
Alle 6:39 PM , Blogger Dýza skvíza ha detto...

Hehe...dreptum mig ekki lifandi :D

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page