venerdì, maggio 12, 2006

Tamlin... elsku karlinn minn tapaði :'(


Í tæpa viku núna erum við búin að vera að berjast fyrir því að halda lífi í elsku karlinum okkar honum Tamlin. En í morgun töpuðum við :'( Hann var búin að vera svoldið ólíkur sjálfum sér í svoldin tíma þegar við ákváðum að fara með hann til læknis á Dýralæknastofuna í Garðabæ. Þar tók á móti okkur ótrúlega góðir dýralæknar sem ráðlöguð okkur í því hvernig við ættum að reyna að lækna hann en báðu okkur um að koma með hann aftur á mánudag til þeirra svo þær gætu séð hvernig hefði tekist til. Á mánudeginum fór Snorri einn með hann og skyldi hann eftir í umsjá þeirra. Seinni partinn þann dag var okkur svo leyft að sækja sjúklinginn til að taka hann með okkur heim og hlúa að honum þar. Á dýralæknastofunni í þetta sinn hitti Snorri snilldar dýralækni sem vissi bókstaflega allt um fugla og heitir hún Dagmar Ýr, eins og dóttir okkar :-)
Snorri kom heim með fullan innkaupapoka af lyfjum og mat og ég veit ekki hvað og hvað og hófst nú baráttan. Því að fyrirmælin voru þau að gefa honum graut með risastórri þykkri nál fjórum sinnum á dag og setja hann í gufu með sýklalyfin blönduð út í í klukkutíma á dag. Allt var þettta gert samviskusamlega og í gær var hann svo orðin aðeins hressari og var aðeins farinn að vappa um fyrir utan búið sitt....þannig að við fórum vongóð að sofa og töluðum um að hann væri nú orðin hressilegri.
En svo í morgun þegar við komum fram var útlitið ansi slæmt því Tamlin húkti bara í botninum á búrinu sínu og leit ansi laslega út og ætluðum við að fara að æða af stað með hann aftur í Garðabæinn til dýralæknisins en náðum ekki út um dyrnar áður en Tamlin ákvað gefast bara upp og dó :'( :'( Þannig að dagurinn í dag er ansi sár........

5 Commenti:

Alle 2:38 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Ég samhryggist með Tamlin

 
Alle 5:09 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Ég samhryggist innilega :(

 
Alle 6:51 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Eymingjans litli fuglinn

 
Alle 11:05 AM , Anonymous Anonimo ha detto...

Aumingja litli kallinn, hrikalega leiðinlegt að heyra

 
Alle 11:01 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Leiðinlegt að heyra, en hann mun sóma sér vel á öxlinni á hinu illfyglinu

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page