lunedì, giugno 05, 2006

Grillaður póker & leti

Jæja þá er þessi laaaanga helgi á enda. Hún var nú í skemmtilegri kantinum verður að segjast. Á föstudagskvöldinu fór ég í bíó með Snorra eldri, Torfa og Yoku. Við sáum 16 blocks. Svoldið sérstök mynd en góð. Þýðingin á henni var náttla snilld þarf sem Halli vinur minn þýddi hana :D

Á laugardagskvöldinu var svo komið að því...það átti að spila fatapóker ....hehe. Það komu múgur og margmenni og fyrirmenni líka eins og eðal vinur minn Crúzi sem er Útvarpsstjarna Íslands með honum var hans eðal kella Sexy, einnig mættu Raggi, Hafliði, Halli og dóttlan hans Áslaug Erla, dóttlan mín var líka þarna að ógleymdri Úllu "systir " að vísu er hún systir hennar Sexy en bíttar ekki diffi skiluru - allar systur vinkvenna minna eru systur mínar ;) Kvöldið byrjaði á því að flestir grilluðu sér einhverja kjöt eða fiskbita og skoluðu þessu niður með einhverju gæða víni eða gæða gosi. Á tímabili leit nú út fyrir að þetta mundi nú verða svona svoldið sérstakt sms - partý, því að allt í einu voru allir farnir að senda öllum sms á fullu :s. Á sko mynd til að sanna það :


En þegar líða tók á kvöldið og allir voru orðnir passlega passívir (að vísu sumur meira en aðrir) og búnir að senda öll þau sms sem þurfti þá var komið að pókerkennslunni. Halli tók það að sér að kenna okkur þessa snilld og kannski eins gott að taka vel eftir svo mar héldi nú fötunum eitthvað. Þegar Halli var búin að kenna okkur nóg ákvað Hafliði að stinga af - því hann tók ekki sjénsinn með að enda uppi fatalaus - reyndar átti hann að fara að vinna greyið daginn eftir ólíkt okkur sluxunum skiluru. Pókerspilið fór alveg ágætlega - allir héldu fötunum - því það var ákveðið að spila "bara" upp á spilapeningana. Fjúkket verð ég nú að segja því hitt hefði kannski bara orðið vandræðalegt :D
Nokkrir kallanna urðu nú ansi svona framlágir þegar líða tók á nóttina. Byrjaði reyndar á því að Snorri eldri ákvað að leggja sig "aðeins" og í kjölfarið lagðist rosa syfja yfir Crúza og fór hann sömu leið nema í sófan en ekki rúmið :D Báðir eru sko til á mynd sofandi en af tillitsemi ákvað ég að láta kjurrt liggja sko.
Þegar kallangarnir voru sofnaðir ákvað Raggi að nú væri hann orðin hræddur einn með okkur gellunum ... hehe. Svo ég ákvað að skuttla greyinu heim að vísu með viðkomu á næturlífinu aðeins. Ég, Sexy, Úlla systir og Raggi kíktum aðeins á Rex (eftir lokun að vísu, en þegar mar þekkir mann sem þekkir annan manna sem þekkir kannski enn annan mann þá er mar nú bara nokk heppinn oft). Á Rex var allt með kyrrum kjörum svo við héldumst ekki lengi við þar en þegar ég kom út rauk á mig þetta líka sæti strákurinn og sagði HÆ :D Þetta var elsti sonur minn Gunnsó (svona í fyllri kantinum) sem þurfti aðeins að knúsa múttuna sína ;D Hann var með Tomma vini sínum - þetta var svona smá kveðju fyllerí því Tommi er að fara til Perú eftir nokkara daga. Þegar þessi elska mín var búin að kyssa og knúsa mig héldu þeir labbandi heim á leið og ég skutlaði Ragga heim.
Ég náði svo í Crúza vin minn og skutlaði honum og Sexy heim eftir að hafa hent Úllu "systir" af heima hjá sér.
Sunnudagurinn fór svo bara í leti og hreina afslöppun. Ef ég hefði slappað mikið meira af væri ég bara dauð. Ógó ljúft.
Á mánudeginum komu svo Torfi og Yoka í heimsókn og ég bakaði handa þeim ógó góðu súkkulaðikökuna mína með fílakarmellukreminu. Hún sló náttla í gegn með kaldri mjólk :D Þegar þau yfirgáfu okkur var ákveðið að fara á rúntinn upp í Svínadal og mæla fyrir einhverju í sumarbústaðnum hans Snorra. Kvöldið fór í það að gera dótturina klára fyrir Þórsmerkurferð með skólanum daginn eftir.
Pókerinn þarf að endurtaka við betra tækifæri og þurrara ástandi - kannski :D

2 Commenti:

Alle 2:28 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Svo verður að huga að Diskó keilu...er það ekki alveg snilld?

 
Alle 12:46 AM , Blogger Dýza skvíza ha detto...

Það er sko bara tærsnilld .. stelpur á móti strákum ;D... þannig að nú er um að gera að safna í lið skiluru.

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page