lunedì, luglio 10, 2006

Hin þokkalegasta helgi :D


Þá er þessi helgi liðinn - alltof fljótt eins og svo oft áður. Það gerðist nú ýmislegt markvert á henni.

Á föstudagskvöldinu fór ég í keilu með Sexy & Crúza. Reyndar var hún alltof alltof alltof stutt en varð að duga í þetta skipti - verður lengri næst og kannski mæta þá líka fleiri af þessum "ræfils"vinahópi okkar. Móðir mín og Snorri eldri sáu mér fyrir verkefnum þetta kvöldið. Múttan ákvað að taka það að "sér" að passa unglinga frænda míns, sem þýddi að ég var í svolitlum strætóleik frameftir kvöldi, af því að hún var svo snjöll að vera í afslöppun á heilsuhælinu í Hveragerði. Nú og svo þegar við vorum rétt hálfnuð með keiluleikinn hringdi Snorri eldri og vildi losna úr kjallara bróður síns og komast heim til sín. Þegar heim var komið kom í ljós að annar unglingur frænda míns hafði óvart farið heim með lyklana af vinnunni sinni og þurfti að skjótast með þá aftur í vinnuna :-S Þá var ég búin að fá nóg af rúnti og nennti ekki meira - reyndar var "smotterí" annað sem hafði áhrif á það að ég skundaði ekki aftur upp í Keiluhöllina.

Laugardagurinn leið sem betur fer ferkar átakalaust fyrir sig. Fór reyndar frekar snemma að sofa það kvöldið eða um 12 leytið.

Á sunnudagsmorginum var vaknað klukkan 05:00 fyrir hádegi - skiluru. Því í dag var sko dagurinn sem hún Margrét uppáhalds mágkona mín var að koma heim með næstum allt sitt hafurtask. Hún kom heim með karl og 75% af börnunum sem hún á - sem sé 3 börn. Júlíanna dóttir hennar varð eftir í Banaríkjunum. Það er á stefnuskránni að fá hana heim um jólin og þá verður náttúrulega unnið í því að heilaþvo hana svo hún flyti á klakann aftur eins og allir aðrir úr fjölskyldunni gerðu :D
Það var slegið upp heljarinnar matarveislu í Tjarnarbólinu um kvöldmatarleytið þar sem öllu slekktinu var boðið-19 manns. Eins og gefur að skilja var ansi fjörugt og hresst þarna hjá okkur, í það minnsta framan af, alveg þar til flugþreytan fór að herja á nýkrýnda Íslendingana:D

0 Commenti:

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page