mercoledì, giugno 07, 2006

Mótorhjólaskvízan Dýza !!!

Nú fer að koma að því að ég láti "gamlan" draum rætast. Ég var búin að lofa mér því að taka mótorhjólapróf áður en ég yrði stór :D Þar sem ég er alveg að verða stór er sko orðið tímabært að láta verða af þessu.
Í gær fór ég í fyrsta bóklega tímann í Ökuskólanum í Mjódd. Það var mjög gaman og áhugavert og setti mig 1/2 skrefi nær því að komast á baka á mótorhjóli :D Við vorum 2 stelpur og 15 strákar í þessum tíma sem á að kenna okkur allt um umferðareglur, hvernig hjólið virkar og allan búnaðinn sem þarf með til að vera ögn öruggari. Hann sagði það kennarinn að það væru bara til 2 tegundir af mótorhjólamönnum: þær væru búnar að detta og þær sem ættu eftir að detta :D Ég hef nú verulegan áhuga á því að afsanna þetta. Reyndar hef ég dotti á skellinöðru en það telst nú tæpast með - held ég :s
Í kvöld er svo annar tíminn og sá þriðji er annað kvöld. Þá kemur næsta skerf sem að að fara í verklega þáttinn og læra að keyra hjólið (kann það nú held ég - ábyggilega ekkert ólíkt því að vera á skellinöðru nema stærra). Það verður rosalega gaman - pottþétt.
Ég er meira að segja búin að finna hjólið sem mig langar í, sem er Agusta (ítalskt audda) :


Agusta F4 1000

en verð væntanlega að láta mér nægja eitthvað aðeins ódýrar til að byrja með eins og Kawasaki. Það er alveg ljóst að ég er að springa úr spenningi að komast á götuna á mótorhjóli. Skvízan verður ekkert smá flott í leðurgalla að þeysa um götur bæjarins á mótorhjóli - á löglegum hraða auðvitað ;D
ps. þið látið mig bara vita ef ykkur langar í hjólatúr með mér þegar ég verð komin með hjólið :D

0 Commenti:

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page