lunedì, luglio 03, 2006

Fjúkk - stóðst :D

Fjúkk, skriflega prófið að baki og skvízan stóðst þann hluta. Þannig að núna er ég enn einu skerfinu nær að fá prófið sjálft og getað farið að bruna um í umferðinni. Að vísu vantar mig hjólið ennþá, en það kemur, endar liggur kannski ekkert á þar sem prófið sjálft er ekki ennþá komið í fullri lengd. Verklega prófið eftir.
Ég er búin að taka nokkra rúnta á milli mótorhjólabúðanna og láta mig dreyma um hvernig hjól mig langar í og ræð við að kaupa. Stóra draumahjólið (Agusta) kostar nefnilega litlar 7 millur, þannig að ég verð að jarðtengja mig og skoða eitthvað sem kostar örlítið minna svona sem fyrsta hjól. Þar kemur Kawazaki Ninja sterkur inn enda úber töff og Ducati í ítölsku fánalitunum er alveg massa töff líka.
Mér tókst að koma stráknum í Nítró aðeins á óvart þegar hann var að sýna mér hjólin og leyfa mér að setjast á þau og máta. Ég sagði honum nefnilega að ég vildi ALLS EKKI svart eða silfurlitað hjól. Þá sagði hann mér að hann hefði eingöngu selt þetta hjól svart eða silfurlitað þannig að ef ég fengi mér það GULT þá yrði ég ein um að vera á þessu hjóli með þeim lit :D það finnst mér massa flott. Því það er fátt sem mér finnst leiðinlegra en að falla inn í hópinn og vera eitthvað copy - paste dæmi :D
Ducati

Kawazaki Ninja


Þar sem skriflegi hlutinn er að baka er komið að því að ég æfi mig í umferðinni fyrir verklega hlutan. Þannig að ef þið sjáið svarblátt strik einhvers staðar og kennara þar á eftir hárreita sig þá hafið þið hitt á mig í æfingarakstri sko :D

3 Commenti:

Alle 10:16 AM , Blogger Dýza skvíza ha detto...

Takk kærlega :) gisp... þá á ég "bara" ettir að standast verklega hlutan :s

 
Alle 12:53 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Þar sem ég veit hvað þú ert dugleg og klár þá veit ég alveg að þú brillerar í prófinu. Svo er bara að leggja fyrir og kaupa draumahjólið. Settu það á 10.ára planið hjá þér Skvíza

 
Alle 1:54 PM , Blogger Dýza skvíza ha detto...

iss ég get sko ekki beðið í 10 ár það er alltof laaaangur tími. Borða bara hafragraut í öll mál þar til ég á fyrir því eða þá að ég býð mér í mat hjá öðrum í tíma og ótíma skiluru :D Það er alltaf gott að borða hjá þér er það ekki ... hehe!

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page