martedì, giugno 13, 2006

YEEESSSS - Hjálmurinn kominn....

Ég er búin að vera á búðarrápi undanfarna daga - ekki alveg mín hugmynd um skemmtun - en þetta búðarráp var samt rosalega skemmtilegt. Ég var að rölta á milli mótorhjólabúða og skoða. Það er alveg ótrúlegur fjöldi af svona búðum :-) eins og t.d. Nítró, Suzuki, Yamaha, Púkinn, JHMSport, Harley Davidson og Bílabúð Benna svo einhverjar séu nefndar.
Ég þurfti nefnilega að kaupa mér hjálm áður en ég færi í fyrsta verklega tímann. Ég hef nefnilega ekki áhuga á því að vera með hjálm sem Pétur og Páll og jafnvel allir þeirra bræður eru búnir að slefa í og jafnvel horast í - OJ.
Ég fann hjálm fyrir mig í Bílabúð Benna. Rosalega flottan AGV hjálm - ítalskur, hvað annað. Hann er glansandi svartur. Hriiikalega flottur :) Skrítið hvernig það smellur saman þegar maður hittir á rétta hlutinn. Ég var búin að máta hjálma hér og þar en einhvern veginn ekki alveg að finna mig með þá, en svo ákváðum við Snorri að kíkja í Bílabúð Benna eftir að hafa séð á sýningunni Bílar og Sport að þeir væru með hjálma. Þar mátaði ég þennan líka flotta AGV hjálm og fann að hann var búin til sérstaklega fyrir mig. Rosalega þægilegur og smellpassaði líka. Snorri varð nú frekar strúrinn því það var ekki til svona hjálmur fyrir hann þannig að hann endaði í Suzuki umboðinu og keypti sér líka mjög flottan hjálm Airoh sem var mattur svartur og dökk grár og ekki skemmdi að hann er líka ítalskur :D Hjá honum er þetta uppfyllingahjálmur þar til hann fær Harley Davidson - Stealth hjálm frá USA.
Í kvöld kl. 18:00 verður svo farið í fyrsta verklega tíma. Mig hlakkar hriiiiiiikalega mikið til, skiluru :D

0 Commenti:

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page