Jiiibbí - mótorhjólagallinn keyptur :D
Ég fór í dag og keypti mér mótorhjólagallan enda ekki seinna vænna. Mótorhjólaprófið - verklegi hlutinn - er á mánudaginn :D
Ég var búin að fara (eins og þegar ég keypti hjálminn) búð úr búð og skoða og þukla og var bara ekki að finna neitt sem mér leist á. Var reyndar alveg ákveðin í því að fá mér leðurgalla en endaði á því að fá mér GoreTex galla frá Frank Thomas. Hrikalega flottur og fæst í Yamaha umboðinu :D Ég lít að vísu út eins og Michelinmaðurinn í honum en það er bara töff - hehe. Gallinn er einlitur svartur af því að ég er ekki alveg búin að ákveða hjólið sem ég fæ mér eða í hvaða lit það verður. Ég ætla nú líka að fá mér leðurgalla þó aðeins síðar verði og þá verður hann kannski í stíl við hjólið mitt - einlitur eldrauður eða neongrænn.

1 Commenti:
Ógoslega töff mótorhjólagella sem þú verður :) Til hamingju með prófið þitt, þú ert algjör snilli. Ég hugsa að ég reyni að þora að fara með þér í smá rúnt á hjólinu. Gæti samt alveg verið að ég þori því ekki þegar að því kemur... smá skræfa hérnamegin miklubrautarinnar sko
Posta un commento
Iscriviti a Commenti sul post [Atom]
<< Home page