mercoledì, agosto 01, 2007

Gizmo töffari :)




Jæja loksins kemur eitthvað frá mér. Jólin sko algjörlega löngu búin og næstu koma æðandi eins og óðfluga :-)

Það tilkynnist hér með að það er komin nýr heimilismeðlimur. Heimasætan fékk sér gegt flottan hund. Ég hefði ekki trúað því hvað það er gaman að hafa svona kvikindi (hund) á heimilinu.
Reyndar hef ég verið svo heppin að eiga nokkra ketti um ævina, sem allir fengu mjög flott nöfn eins og t.d Gína Laxdal Pálmadóttir aka Drusla, Þoka og síðastur en ekki síðstur villikötturinn Brandur. Pabbi kom heim með hann frekar lítinn en hann fannst undir Gömlu búð á Eskifirði. Hann var alvöru villköttur en alveg ótrúlega skemmtilegur.
En aftur að nýja heimilismeðlimnum sem fékk nafnið Gizmo. Hann er alveg ótrúlega skemmtilegur. Hann gjörsamlega fer á límingunum þegar hann er spurður að því hvort við eigum að koma út að labba - hleypur eins og hann sé með sinnep í rassgatinu um alla íbúðina - kemur svo og hoppar og skoppar upp eftir löppunum á mér. Ég hef farið talsvert oft út að labba með hann á kvöldin. Hann á einhverntíman eftir að koma okkur í vandræði því hann þetta litla kríli (ca 1,1 kg) heldur að hann sé stærsta dýrið í skóginum og geltir eins og vitlaus sé á alla stærri hunda sem hann sér og hittir. Ég stefni að því að venja hann af þessu sko. Við hittum um daginn kunningja hans Snorra eldri þegar við vorum á röltinu og hann sagði nú voða kurteist að svo dýr væru kölluð þvottapokar á sínu heimili enda var hann sjálfur með stóran og mikinn Schaffer hund - hehe. Ég stefni reyndar að því að fá mér sjálf hund þegar ég verð stór. Siberian Husky eða Great Dane eru efstir á óskalistanum.


1 Commenti:

Alle 2:32 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

HAAAAAAA ,,,HOLY MARY MOTHER OF GOD :)
Ja tad var kominn timi til ad blogga eg helt tu vaerir bara tynd i jolunum ,a sidasta ari skillurru :)
Ja tad er gaman ad hafa tessi litlu grey ,eg er ad bida eftir ykkur hingad ENNTA :) ta getum vid farid ut ad labba med VILLIDYRIN ,okkar tu med STAERSTA DYRID I SKOGINUM og eg med mina 2 raefla he he ,jaeja nu held eg afram ad kikja her inna ,tvi tad er aldrei ad vita nema ad tu haldir tessu vid :) EDA HVAD he he he ..Sjaumst a laugardinn margret

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page