venerdì, dicembre 22, 2006

Jólin jólin allstaðar eða hvað !



Úff jólin eru alveg að bresta á. Það er ekki það að ég eigi eftir að gera eitthvað hrikalega mikið. Mig vantar bara jólaskapið. Sem mér virðist bara ekki takast að ná í og halda, því miður. Að vísu datt í mig jólaskap um daginn þegar við Snorri fórum í heimsókn til Sigga og Gustavo. Við áttu alveg rosalega ljúfa stund hjá þeim. Siggi búinn að skreyta helling og sagðist eiga eftir að skreyta meira :D

Ég veit reyndar að ég dett í jólaskapið þegar ég geysist inn um dyrnar hjá mömmu og pabba á aðfangadag kl 17:55 og finn ilminn af svartfuglinum í ofninum ohhh namminamminamm og sé allt jólaskrautið hjá henni mömmu minni en mér finnst það bara ekki nóg. Mig vantar þessa tilfinningu sem ég hafði sem lítið barn. Þar sem um miðjan desember tók tíminn að líða löturhægt og allir voru í því að finna upp á einhverju fyrir okkur krakkana að gera svo við værum ekki að þvælast fyrir. Ohhh þetta var yndislegur tími. Þá snérust jólin og jólaundirbúningurinn um það að vera saman en í dag finnst mér ég heyra hjá flestum að þetta snúist um að bíða eftir að stressinu og hlaupunum ljúki. Kannski var það svoleiðis líka þegar ég var barn hjá fullorðna fólkinu en ég man bara ekki eftir að hafa fundið fyrir því.

En eitt hef ég tekið eftir hjá mér og það er það að mér tekst aldrei að halda loforðið sem ég gef mér eftir hver jól. Það er að byrja jólaundirbúninginn fyrr næst og vera búin að öllu fyrir 1. des næst! Sem betur fer ennþá hefur alltaf komið aftur næst svo ég get haldið áfram að lofa mér því að vera betur undir jólin búin næst :D

3 Commenti:

Alle 7:55 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

HALELUJAH!!!!!!! Tad er komid nytt blogg :) Eg er buin ad bida lengi eftir tessu he he thihihi.Ja madur man ekki eftir neinu stressi sem barn ,en aetli tad hafi verid nokkud minna a teim tima ( fyrir aldamot he he ) Ja tad er altaf tetta NAEST gudi se lof he he .Eg er lika buin ad lofa ad byrja strax i Januar ( eda tar fljotlega a eftir ) :) ad koma jolunum fra fyrir nasta ar hm hm ..En svo er bara ad bida og sja ...:)FELIZ NAVIDAD eda tannig ( kannski vitlaust stafad ???? ) GLEDILEG JOL HO HO HO ...Heyrdu biddu vid hver er HO ???? HE HE HE HE AWWWWW.

 
Alle 7:46 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Ég held að jólaskapið hverfi eða minnki allavega þegar maður þarf að standa í öllu sjálfur. Kaupa matinn skreyta og halda boðin. Þá verður þetta allt öðruvísi en þegar maður er barn. Gleðileg jóla Dyza skvísa og takk fyrir okkur og allt það.

 
Alle 1:37 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Ciao cara,
anche a noi ha fatto piacere la vostra visita.
Durante il 2007 mi auguro che ci vedremo più spesso.
Ancora buon Natale ed un felicissimo Anno Nuovo!

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page