mercoledì, ottobre 04, 2006

Aðvörun... viðvörun ... passið ykkur!!!


Í gærdag keyrði ég yfirálfinn hann Snorra Halldór upp í Frumherja. Hann var nefnilega að fara að taka bóklega hlutan af bílprófinu. Það væri svo sem ekki frásagnar vert nema af því að álfurinn stóðst það sem er ekki heldur frásagnar vert nema af því að álfurinn las ekki bókina fyrir prófið. Hann skoðaði bara MYNDIRNAR !!!! Urr-ég gat náttúrulega ekki stillt mig um að urra á dýrið og benda honum á að hann hefði eitthvað verið að misskilja þessa bók því hún væri sko langt frá því að vera MYNDASÖGUBÓK. Hann benti mér í rólegheitunum á að ég væri að æsa mig að tilefnislausu því hann hefði staðist prófið ÁN ÞESS AÐ LESA BÓKINA og þar af leiðandi væri hann búinn að sanna tilgangsleysi hennar. Alla leiðina niður í bæ sönglaði hann svo: hvað á mamma? hún á snilling sem stóð prófið án þess að lesa bókina!!!
Ég var búin að lofa honum að ég mundi bjóða honum á kaffihús EF hann stæðist prófið. Þannig að ég varð að standa við stóru orðin og hann valdi að fara á 17-13 sem heitir í raun Segafredo en er komin með nafnið 17-13 í fjölskyldunni út af misskilningi og er þar af leiðandi orðinn fjölskyldu brandari ... hehe.
Svo fór í morgun eins og mig grunaði Snorri Halldór hélt áfram að nudda mömmu sinni upp úr því að hann hefði staðist prófið. Lét mig vita af því að það væru bara grænmeti sem þyrftu að lesa bókina fyrir bílpróf....urrrr. Þannig að núna er ég alvarlega að hugsa um að senda hann á heimavistarskóla svo ég fái frið fyrir grobbinu í yfirálfinum :D
ps...yfirálfurinn fer í verklega prófið eftir 2-3 vikur ... þá þarf hann ábyggilega ekki bíl til þess að taka það frekar en hann þurfti bók i bóklega hlutanum :s

1 Commenti:

Alle 11:16 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Krakkinn er náttla bara snillingur. Spurning með bílinn í prófinu, ef hann nær prófinu án bílsins er það komið á hreint að Hann sé mesti snillingur veraldar

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page