mercoledì, luglio 26, 2006

The Lake House

Í gærdag skellti ég mér á æðislega mynd í Háskólabíó með Snorra eldri. Myndina The Lake House. Þetta er hrikalega sæt og rómantísk mynd og ekki skemmir fyrir að í henni leikur einn getnaðarlegasti leikarinn í Hollywood, nefnilega Keanu Reeves. Karlmenn gerast ekki öllu flottari en hann...dökkhærður, dökkeygur, flottur skrokkur osfrv uhumm :D

Myndin er svoldið snúin en samt svoldið augljós. Ég ætla ekki að segja neitt frá söguþræðinum bara mæla með að fólk skelli sér á hana sérstaklega ef fólk er sökkerar fyrir rómantík eins og ég :D Húsið sem tengir sögupersónurnar saman og umhverfi þess er ótrúlega flott. Mæli eindregið með þessari mynd - hún er sæt og flott í alla staði og söguþráðurinn líka sætur og flottur og fékk mig til að trúa að allt væri hægt ef ástin er annars vegar.......

2 Commenti:

Alle 11:33 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Já ég fór að sjá Lake House um daginn líka, algjör snilld. Flott framtak hjá ykkur að fara á hugljúfa mynd saman. Við hér höfum ekki farið á rómó mynd síðan Titanic og eg hugsa að það verði bara þannig. Torfi virðist alltaf fá í magann ef það er minnst á krúttlegar myndir :) hehe

 
Alle 12:58 PM , Blogger Snorri ha detto...

Ágætis mynd, það sem ég sá af henni, svaf af mér rest. Húsið er hrikalega flott. Plottið í myndinni frekar flókið (það sem ég sá) og alveg spurning hvernig það ætti í raun að geta gengið upp..... En það virðist ekki skipta máli þegar rómantískar myndir eru annarsvegar.........

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page