mercoledì, agosto 16, 2006

Ritstíbbla eða eitthvað....

Það er nú ekki eins og það sé dauði og djöfull í kringum mig og ég hafi ekkert að skrifa um....þannig að þetta flokkast bara undir ritstíbblu hjá mér :D
Snorri eldri er búinn að kaupa sér mótorhjól (Yamaha V-star 1100)...þannig að núna er skipt út vinnugalla fyrir mótorhjólagalla strax eftir vinnu og brunað á vit ævintýranna :P Ógiiiislega gaman - jafnvel þó ég sé bara sætaskraut og hjóli ekkert sjálf þá er þetta ógiiiislega gaman.
Ég hef að vísu verið að leita að hjóli fyrir mig svo ég get sagt upp sætaskrautsstöðunni. Ég hef skoðað böns af hjólum en ekki ennþá fundið HJÓLIÐ. Það er alveg ótrúlega mikið af hjólum til sölu en ekki hjólið MITT :-s en það kemur vonandi. Að vísu er til eitt Agusta F4 1000 Tamborini á Íslandi sem er draumadraumahjólið en það kostar litlar 7 millur og það er víst aðeins of þungt fyrir mína buddu sko. Ég er búin að fara og skoða það og ég hugsa að það sé ennþá pollur á bílskúrsgólfinu hjá veslings manninum :s Ég var næstum því búin að bjóðast til að vera þrællinn hans næstu 10 árin ef ég fengi bara aðeins að prófa en svo kikkaði helv...sjálfsvirðinginn inn og kom í veg fyrir það.
Ætli ég verði ekki bara að bíða fram á næsta vor eftir að kaupa mér hjól - hjólaveðrið fer að verða búið - þannig að ef það dettur ekki upp í hendurnar á mér hjól á næstu dögum þá bíð ég bara stillt og prúð stelpa eftir næsta vori. Verð þá eins og hinar beljurnar sem hleypt er út á vorin alveg trítilóð - á hjólinu mínu....vonandi :D

3 Commenti:

Alle 10:15 AM , Anonymous Anonimo ha detto...

Hae Dyza skvisa :) Ja hjolid er alveg brjalad flott ,og tad er nu i lagi ad vera saetaskraut (I BILI ) ,ja tad verdur brjalad tegar tu faerd ter titt hjol :) Tu verdur sko ADAL SKVISAN i baenum :) :) mundu bara eftir vinunum sem langar til ad vera sma saetaskraut i sma stund skilirrruuuu he he ,Allavega njotidi hjolsins tid eigid tad svo sannarlega skilid

 
Alle 10:31 AM , Blogger Dýza skvíza ha detto...

ég gleymi sko ekki vinum mínum þegar ég verð komin með míns eigin hjól...þú og Yoka verðið bara að kasta upp á hvort kemur með fyrst sem sætaskraut ;D

 
Alle 7:14 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Ég held að head bitchið fari fyrst :) ég legg ekki í hana sko...

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page