giovedì, agosto 03, 2006

Samskipti fólks .....

Skrýtið hvernig það er þegar fólk hittir einhvern í fyrsta skipti og verður illa við viðkomandi frá fyrsta sekúndubroti án þess að þekkja hana/hann nokkuð.
Ég hef lent í því nokkrum sinnum á lífsleiðinni hitta manneskju sem mér líkar bara engan veginn við og um leið og viðkomandi opnar munninn þá pirrar hún/hann mig óumræðanlega mikið. Nánast undartekningarlaust er það nú samt þannig að ef ég gef viðkomandi manneskju sjéns og kynnist henni/honum þá er þetta ágætasta fólk en því miður gerist það ekki alltaf að viðkomandi manneskja vex í áliti við frekari og meiri kynni :s
Stundum er það þannig að þegar fólk vex ekki í áliti hjá mér þá er það einfaldlega vegna þess að viðkomandi hefur þá sýnt á sér vonda og leiðinlega hegðun bæði gagnvart mér og öðrum. Sú hegðun getur, eins og í tilfellinu sem ég er að eiga við í þessa dagana, verðið vegna þess að viðkomandi er hundleiðinlegur og með eilífar pillur út í fólkið sem mér þykir vænst um. Þó það fólk eigi að vera fullfært um að verja sig sjálft þá þýðir það ekki að ég geti ekki varið það líka og sýnt að mér líki ekki svona framkoma gagnvart fólkinu MÍNU. Því miður hefur þessi manneskja þau áhrif á mig að ég fer í vont skap á sömu stund og ég sé hana og það bitnar á fólkinu sem mér þykir vænt um og bið ég það fólk mitt innilegrar afsökunar og lofa hér með að það endurtaki sig ALDREI aftur. Ég er nefnilega ekki sátt við það að illagerðar manneskjur stjórni mér og mínu skapi.
Í gærkvöld reyndi ég að koma samskiptum okkar á ögn eðlilegra plan en það endaði með því að viðkomandi manneskja rak mig út úr húsinu sem hún býr í. Það gerðist einfaldlega vegna þess að í hvert sinn sem ég eða aðrar sem voru með mér opnuðu munninn til að segja eitthvað reif hún orðið af mér og hinum þannig að ég fékk eingöngu að segja já við spurningu sem hún spurði mig að en ekki að bæta við því sem upp á vantaði þegar hún rak mig á dyr og ég að sjálfsögðu fór út því það hefði ekki haft neitt upp á sig að þrjóskast við. Þetta er þá alla vegana endanlega reynt og því miður kom ekki sú niðurstaða úr þessu sem hefði getað gert öll samskipti fjölskyldunnar umberanlegri.... það er ekki hægt að segja að það hafi ekki verið reynt og sem betur fer vorum við ekki bara einar að reyna að komast til botns í þessu þannig að það er ekki hægt að búa til nýja sannleik úr þessum samskiptum eins og þessari manneskju hefur hætt til að gera.

5 Commenti:

Alle 5:14 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Já þetta er erfið aðstaða fyrir marga að standa í, en sannleikurinn er sagna bestur og þannig er það svo sannarlega í þessum pistli þínum. Vonandi verða samskipti fjölskyldunnar opnari fyrir sannleikanum en verið hefur. En það vita það flestir sem þig þekkja að með þig við hlið sér er hægt að hlaupa maraþon þó maður komist ekki nema örfáa metra alla jafna

 
Alle 9:38 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Ja sumu folki er ekki tjonkandi vid eins og vid flest vitum ,og tad getur verid mjog pirrandi og lyjandi ad reyna altaf ad vera adilinn sem rettir ut hendina til ad reyna ad koma sattum a hluti.En tad er lika alveg otarfi ad lata altaf bita af ser hausin tegar madur er ad reyna ad koma sinu mali ut ,En vid vitum to nuna ad tad er ekkert haegt ad gera i sumum malum ,tar sem tad syndi sig um daginn ,en vid holdum bara okkar ro og frid "THE CROWD " Ta er allavega ekki haegt ad segja neitt umm einn eda neinn ,ekki rett???

 
Alle 7:46 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

"Því miður hefur þessi manneskja þau áhrif á mig að ég fer í vont skap á sömu stund og ég sé hana og það bitnar á fólkinu sem mér þykir vænt um og bið ég það fólk mitt innilegrar afsökunar og lofa hér með að það endurtaki sig ALDREI aftur. Ég er nefnilega ekki sátt við það að illagerðar manneskjur stjórni mér og mínu skapi."

Þvílíkt og annað eins helvítis kjaftæði og bull. Það borgar sig oft að losa bjálkana úr eigin augum áður en reynt er að pilla flísina úr augum annarra.

 
Alle 2:26 PM , Anonymous Anonimo ha detto...

Það er aldrei hægt að þóknast öllum, EN ef einhver á erfitt með það sem skrifað er hlýtur að vera betra að ræða það við pistlahöfund en að vera með skítkast og leiðindi sem nafnlaus aðili.

 
Alle 10:01 AM , Blogger Dýza skvíza ha detto...

Hehe.. sumir eru hrygglausari en aðrir í samskiptum sínum með þetta. Það besta er að ég veit hver þessi sumir er...það er líka bara fínt að vera búin að fá þá afstöðu á krystaltært. Skyldi nokkurn undra að ég sé búin að gefast upp gagnvart þessu öllu og sé búin að ákveða að leggja árar í bát og segja takk fyrir mig og bless.

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page