venerdì, ottobre 06, 2006

I hope you dance....

Ég og pabbi að dansa í eldhúsinu heima á Eskifirði.
Þessa dagana er ég að hlusta á geggjaðslega flott lag í Ipodinum mínum á meðan ég er að læra :P
Jamz... ég er ein af þeim sem verður að hafa tónlist í eyrunum á meðan ég læri. það er Ronan Keating sem syngur þetta lag alveg dúndurvel og textinn er bara tær snilld:
I hope you never lose your sense of wonder
You get your fill to eat
But always keep that hunger
May you never take one single breath for granted
God forbid love ever leave you empty handed
I hope you still feel small
When you stand by the ocean
Whenever one door closes, I hope one more opens
Promise me you'll give faith a fighting chance
And when you get the choice to sit it out or dance
I hope you dance
I hope you dance
I hope you never fear those mountains in the distance
Never settle for the path of least resistance
Living might mean taking chances
But they're worth taking
Lovin' might be a mistake
But it's worth making
Don't let some hell bent heart
Leave you bitter
When you come close to selling out
Reconsider
Give the heavens above
More than just a passing glance
And when you get the choice to sit it out or dance
I hope you dance
I hope you dance
Ég var nefnilega um daginn að keyra Snorra eldri í vinnuna og þegar við vorum að verða komin að vinnunni hans skaust út a milli blokkana þar óttalega krúttilega stelpa í rauðu pils. Hún var greinilega að hlusta á eitthvað hresst lag í Ipodinum sínum. Hún lét nefnilega eins og hún væri algjörlega alein í heiminumog dansaði niður götuna og skoppaði. Henni leið svo vel og var svo glöð og sæl að minnstu munaði að ég öfundaði hana - en svo hugsaði ég vá svona á ég náttúrulega bara aað láta mér líða og ákveða það. Sem sé vera sátt við lífið og tilveruna eins og hún er :D

mercoledì, ottobre 04, 2006

Aðvörun... viðvörun ... passið ykkur!!!


Í gærdag keyrði ég yfirálfinn hann Snorra Halldór upp í Frumherja. Hann var nefnilega að fara að taka bóklega hlutan af bílprófinu. Það væri svo sem ekki frásagnar vert nema af því að álfurinn stóðst það sem er ekki heldur frásagnar vert nema af því að álfurinn las ekki bókina fyrir prófið. Hann skoðaði bara MYNDIRNAR !!!! Urr-ég gat náttúrulega ekki stillt mig um að urra á dýrið og benda honum á að hann hefði eitthvað verið að misskilja þessa bók því hún væri sko langt frá því að vera MYNDASÖGUBÓK. Hann benti mér í rólegheitunum á að ég væri að æsa mig að tilefnislausu því hann hefði staðist prófið ÁN ÞESS AÐ LESA BÓKINA og þar af leiðandi væri hann búinn að sanna tilgangsleysi hennar. Alla leiðina niður í bæ sönglaði hann svo: hvað á mamma? hún á snilling sem stóð prófið án þess að lesa bókina!!!
Ég var búin að lofa honum að ég mundi bjóða honum á kaffihús EF hann stæðist prófið. Þannig að ég varð að standa við stóru orðin og hann valdi að fara á 17-13 sem heitir í raun Segafredo en er komin með nafnið 17-13 í fjölskyldunni út af misskilningi og er þar af leiðandi orðinn fjölskyldu brandari ... hehe.
Svo fór í morgun eins og mig grunaði Snorri Halldór hélt áfram að nudda mömmu sinni upp úr því að hann hefði staðist prófið. Lét mig vita af því að það væru bara grænmeti sem þyrftu að lesa bókina fyrir bílpróf....urrrr. Þannig að núna er ég alvarlega að hugsa um að senda hann á heimavistarskóla svo ég fái frið fyrir grobbinu í yfirálfinum :D
ps...yfirálfurinn fer í verklega prófið eftir 2-3 vikur ... þá þarf hann ábyggilega ekki bíl til þess að taka það frekar en hann þurfti bók i bóklega hlutanum :s