venerdì, giugno 23, 2006

Hversu skrítin er ég ??

Bara fyrir þá sem vissu þetta ekki nú þegar :-D Ég verð nú samt að segja að ég átti ekki von á því að vera svona mikið skrítin sko ;)

You Are 50% Weird
Normal enough to know that you're weird...But too damn weird to do anything about it!
How Weird Are You?

martedì, giugno 13, 2006

YEEESSSS - Hjálmurinn kominn....

Ég er búin að vera á búðarrápi undanfarna daga - ekki alveg mín hugmynd um skemmtun - en þetta búðarráp var samt rosalega skemmtilegt. Ég var að rölta á milli mótorhjólabúða og skoða. Það er alveg ótrúlegur fjöldi af svona búðum :-) eins og t.d. Nítró, Suzuki, Yamaha, Púkinn, JHMSport, Harley Davidson og Bílabúð Benna svo einhverjar séu nefndar.
Ég þurfti nefnilega að kaupa mér hjálm áður en ég færi í fyrsta verklega tímann. Ég hef nefnilega ekki áhuga á því að vera með hjálm sem Pétur og Páll og jafnvel allir þeirra bræður eru búnir að slefa í og jafnvel horast í - OJ.
Ég fann hjálm fyrir mig í Bílabúð Benna. Rosalega flottan AGV hjálm - ítalskur, hvað annað. Hann er glansandi svartur. Hriiikalega flottur :) Skrítið hvernig það smellur saman þegar maður hittir á rétta hlutinn. Ég var búin að máta hjálma hér og þar en einhvern veginn ekki alveg að finna mig með þá, en svo ákváðum við Snorri að kíkja í Bílabúð Benna eftir að hafa séð á sýningunni Bílar og Sport að þeir væru með hjálma. Þar mátaði ég þennan líka flotta AGV hjálm og fann að hann var búin til sérstaklega fyrir mig. Rosalega þægilegur og smellpassaði líka. Snorri varð nú frekar strúrinn því það var ekki til svona hjálmur fyrir hann þannig að hann endaði í Suzuki umboðinu og keypti sér líka mjög flottan hjálm Airoh sem var mattur svartur og dökk grár og ekki skemmdi að hann er líka ítalskur :D Hjá honum er þetta uppfyllingahjálmur þar til hann fær Harley Davidson - Stealth hjálm frá USA.
Í kvöld kl. 18:00 verður svo farið í fyrsta verklega tíma. Mig hlakkar hriiiiiiikalega mikið til, skiluru :D

mercoledì, giugno 07, 2006

Mótorhjólaskvízan Dýza !!!

Nú fer að koma að því að ég láti "gamlan" draum rætast. Ég var búin að lofa mér því að taka mótorhjólapróf áður en ég yrði stór :D Þar sem ég er alveg að verða stór er sko orðið tímabært að láta verða af þessu.
Í gær fór ég í fyrsta bóklega tímann í Ökuskólanum í Mjódd. Það var mjög gaman og áhugavert og setti mig 1/2 skrefi nær því að komast á baka á mótorhjóli :D Við vorum 2 stelpur og 15 strákar í þessum tíma sem á að kenna okkur allt um umferðareglur, hvernig hjólið virkar og allan búnaðinn sem þarf með til að vera ögn öruggari. Hann sagði það kennarinn að það væru bara til 2 tegundir af mótorhjólamönnum: þær væru búnar að detta og þær sem ættu eftir að detta :D Ég hef nú verulegan áhuga á því að afsanna þetta. Reyndar hef ég dotti á skellinöðru en það telst nú tæpast með - held ég :s
Í kvöld er svo annar tíminn og sá þriðji er annað kvöld. Þá kemur næsta skerf sem að að fara í verklega þáttinn og læra að keyra hjólið (kann það nú held ég - ábyggilega ekkert ólíkt því að vera á skellinöðru nema stærra). Það verður rosalega gaman - pottþétt.
Ég er meira að segja búin að finna hjólið sem mig langar í, sem er Agusta (ítalskt audda) :


Agusta F4 1000

en verð væntanlega að láta mér nægja eitthvað aðeins ódýrar til að byrja með eins og Kawasaki. Það er alveg ljóst að ég er að springa úr spenningi að komast á götuna á mótorhjóli. Skvízan verður ekkert smá flott í leðurgalla að þeysa um götur bæjarins á mótorhjóli - á löglegum hraða auðvitað ;D
ps. þið látið mig bara vita ef ykkur langar í hjólatúr með mér þegar ég verð komin með hjólið :D

martedì, giugno 06, 2006

Missti mig örlítið eða þannig :D

Wow mar. Skrýtið hvað ég get orðið sjálfhverf "stundum" og ekki orð um það meir :D

Your True Love Is a Cancer
Why you'll love a Cancer:
Cancer's loyal and sincere heart makes your own sensitive heart melt.Caring and devoted, a Cancer will take the lead in pursuing you - and not give up!
Why a Cancer will love you:
You're laid back enough to deal with Cancer's little mood swings and freak-outs.A fellow homebody, you know how make Cancer comfortable and at home with you.
What Sign Is Your True Love?


You Are a Natural Flirt
Believe it or not, you're a really effective flirt.And you're so good, you hardly notice that you're flirting.Your attitude and confidence make you a natural flirt.And the fact that you don't know it is just that more attractive!
What Kind of Flirt Are You?


Your Personality Profile
You are sexy, powerful, and bold.You're full of passion and energy...Sometimes this passion has a dark side.
You feel most alive when you're seducing someone.You never fail to get someone's attention.Quick minded, you're also quick to lose your temper!
The World's Shortest Personality Test


Your Seduction Style: Au Natural
You rank up there with your seduction skills, though you might not know it.That's because you're a natural at seduction. You don't realize your power!The root of your natural seduction power: your innocence and optimism.
You're the type of person who happily plays around and creates a unique little world.Little do you know that your personal paradise is so appealing that it sucks people in.You find joy in everything - so is it any surprise that people find joy in you?
You bring back the inner child in everyone you meet with your sincere and spontaneous ways.Your childlike (but not childish) behavior also inspires others to care for you.As a result, those who you befriend and date tend to be incredibly loyal to you.
What Kind of Seducer Are You?


You Should Be An Aquarius
What's good about you: philosophical and idealistic, you are a great thinker
What's bad about you: you require a lot of space - it's hard to get close to you
In love: you're quirky and playful, but you hate to be smothered
In friendship, you're: likely to have many acquaintances and very few good friends
Your ideal job: pilot, snow boarder, or science fiction writer
Your sense of fashion: unconventional, unique outfits that turn heads
You like to pig out on: anything with garlic or unique spices
What Sign Should You Be?


Úppz...kannski full augljóst að ég á mér ekkert líf eða hvað ... hehe.

lunedì, giugno 05, 2006

Grillaður póker & leti

Jæja þá er þessi laaaanga helgi á enda. Hún var nú í skemmtilegri kantinum verður að segjast. Á föstudagskvöldinu fór ég í bíó með Snorra eldri, Torfa og Yoku. Við sáum 16 blocks. Svoldið sérstök mynd en góð. Þýðingin á henni var náttla snilld þarf sem Halli vinur minn þýddi hana :D

Á laugardagskvöldinu var svo komið að því...það átti að spila fatapóker ....hehe. Það komu múgur og margmenni og fyrirmenni líka eins og eðal vinur minn Crúzi sem er Útvarpsstjarna Íslands með honum var hans eðal kella Sexy, einnig mættu Raggi, Hafliði, Halli og dóttlan hans Áslaug Erla, dóttlan mín var líka þarna að ógleymdri Úllu "systir " að vísu er hún systir hennar Sexy en bíttar ekki diffi skiluru - allar systur vinkvenna minna eru systur mínar ;) Kvöldið byrjaði á því að flestir grilluðu sér einhverja kjöt eða fiskbita og skoluðu þessu niður með einhverju gæða víni eða gæða gosi. Á tímabili leit nú út fyrir að þetta mundi nú verða svona svoldið sérstakt sms - partý, því að allt í einu voru allir farnir að senda öllum sms á fullu :s. Á sko mynd til að sanna það :


En þegar líða tók á kvöldið og allir voru orðnir passlega passívir (að vísu sumur meira en aðrir) og búnir að senda öll þau sms sem þurfti þá var komið að pókerkennslunni. Halli tók það að sér að kenna okkur þessa snilld og kannski eins gott að taka vel eftir svo mar héldi nú fötunum eitthvað. Þegar Halli var búin að kenna okkur nóg ákvað Hafliði að stinga af - því hann tók ekki sjénsinn með að enda uppi fatalaus - reyndar átti hann að fara að vinna greyið daginn eftir ólíkt okkur sluxunum skiluru. Pókerspilið fór alveg ágætlega - allir héldu fötunum - því það var ákveðið að spila "bara" upp á spilapeningana. Fjúkket verð ég nú að segja því hitt hefði kannski bara orðið vandræðalegt :D
Nokkrir kallanna urðu nú ansi svona framlágir þegar líða tók á nóttina. Byrjaði reyndar á því að Snorri eldri ákvað að leggja sig "aðeins" og í kjölfarið lagðist rosa syfja yfir Crúza og fór hann sömu leið nema í sófan en ekki rúmið :D Báðir eru sko til á mynd sofandi en af tillitsemi ákvað ég að láta kjurrt liggja sko.
Þegar kallangarnir voru sofnaðir ákvað Raggi að nú væri hann orðin hræddur einn með okkur gellunum ... hehe. Svo ég ákvað að skuttla greyinu heim að vísu með viðkomu á næturlífinu aðeins. Ég, Sexy, Úlla systir og Raggi kíktum aðeins á Rex (eftir lokun að vísu, en þegar mar þekkir mann sem þekkir annan manna sem þekkir kannski enn annan mann þá er mar nú bara nokk heppinn oft). Á Rex var allt með kyrrum kjörum svo við héldumst ekki lengi við þar en þegar ég kom út rauk á mig þetta líka sæti strákurinn og sagði HÆ :D Þetta var elsti sonur minn Gunnsó (svona í fyllri kantinum) sem þurfti aðeins að knúsa múttuna sína ;D Hann var með Tomma vini sínum - þetta var svona smá kveðju fyllerí því Tommi er að fara til Perú eftir nokkara daga. Þegar þessi elska mín var búin að kyssa og knúsa mig héldu þeir labbandi heim á leið og ég skutlaði Ragga heim.
Ég náði svo í Crúza vin minn og skutlaði honum og Sexy heim eftir að hafa hent Úllu "systir" af heima hjá sér.
Sunnudagurinn fór svo bara í leti og hreina afslöppun. Ef ég hefði slappað mikið meira af væri ég bara dauð. Ógó ljúft.
Á mánudeginum komu svo Torfi og Yoka í heimsókn og ég bakaði handa þeim ógó góðu súkkulaðikökuna mína með fílakarmellukreminu. Hún sló náttla í gegn með kaldri mjólk :D Þegar þau yfirgáfu okkur var ákveðið að fara á rúntinn upp í Svínadal og mæla fyrir einhverju í sumarbústaðnum hans Snorra. Kvöldið fór í það að gera dótturina klára fyrir Þórsmerkurferð með skólanum daginn eftir.
Pókerinn þarf að endurtaka við betra tækifæri og þurrara ástandi - kannski :D