lunedì, agosto 21, 2006

Geðveik helgi :D


Þá er að baki bara þokkalega geðveik helgi sem var endalaust skemmtileg. Hún byrjað sko ekki illa:

Á föstudagskvöldinu bauð Crúzi okkur Sexy á Chippendales. Það var geggjuð skemmtun - mest var samt gaman að fylgjast hinum konunum. Sýninginn var mjög flott og þeir pössuðu sig alveg að skilja eitthvað eftir fyrir ímyndunaraflið :P En ég verð nú að segja fyrir minn smekk að það er fátt sem mér finnst vera eins lítið flott og karlmenn í g-streng að dansa OJBARASTA. Það er líka fátt flottara en þegar þeir komu fram í slökkvuliðsbúningunum WOW. Ég segi nú bara eins gott að þetta voru bólstraðir stólar sem setið var á - hehe. Krúttið hann Crúzi kom svo og sótti okkur Sexy eftir sýninguna og fékk ðe gorí deteils hjá okkur. Við vorum báðar mjög glaðar að hafa ekki þurft að borga okkur inn á þessa sölusýningu.

Á laugardagskvöldinu (menningarnótt) var skellt sér í teiti hjá Þresti vinnufélaga Snorra. Það var mjög fínt en frekar léleg mæting hjá þessu fólki svo ekki sé meira sagt. Við vorum komin þaðan og heim um 1/2 12 leytið því það var von á "innrás" hjá okkur. Þegar við komum heim voru Crúzi og Sexy mætt á svæðið og eins og í öllum góðum partýum var ákveðið að spila - samt ekki fatapóker - þar til aðrir mættu. Hafliði og Eyrún mættu svo á svæðið rétt þegar við vorum á komast á skrið með spilið. Halli mætti svo svoldið á eftir þeim. Halli náttla sýndi flott töfrabrögð :D Þegar allir voru orðnir þokkalega blautir í tánna nema ég þá ákváðum við að kíkja í bæinn á Rex. Þar var geggjað stuð. Þar var Doddi "litli" að dj-ast og tókst það rosalega vel. Ég var nánast bara á dansgólfinu - það var gegt stuð. Hefðarkötturinn minn var að þvælast í bænum með Tomma vini sínum og ætlaði að koma og hitta múttuna á Rex en var ekki hleypt inn :s Um ca 6:00 var okkur sópað út með ruslinu og héldum þá var hvert heim til síns.

Á sunnudeginum var vaknað á mjög svo ókristilegum tíma miðað við djammið um nóttina eða um 1/2 11 eftir 4 tíma svefn !!!! Iss sem betur fer er ég svo ung að ég höndlaði það algjörlega. Það var svo hrikalega gott hjólaveður að við Snorri ákváðum að skella okkur í mótorhjólagallann og fara út að dólast á hjólinu. Þarna kom sko hápunktur helgarinnar!!! Í þessu geggjaða veðri fór Snorri með mig og sýndi mér Indjánagil. Þar lék hann sér með vinum sínum þegar hann var gutti að alast upp í Breiðholtinu. Þetta er ótrúlega fallegur staður :D Ég segi enn og aftur að þetta var algjörlega hápunktur þessarar geðveiku helgar. Eftir Indjánagil kíktum við aðeins við hjá Crúza og Sexy og Snorri sníkti kaffi hjá þeim. Þar gengum við frá pöntun á borði á veitingastað úti í Köben sem núna eru bara rétt 17 dagar í. Þar verður önnur geðveik helgi í boði get ég sagt ykkur og ég hlakka hriiiiiiiikalega mikið til.

mercoledì, agosto 16, 2006

Ritstíbbla eða eitthvað....

Það er nú ekki eins og það sé dauði og djöfull í kringum mig og ég hafi ekkert að skrifa um....þannig að þetta flokkast bara undir ritstíbblu hjá mér :D
Snorri eldri er búinn að kaupa sér mótorhjól (Yamaha V-star 1100)...þannig að núna er skipt út vinnugalla fyrir mótorhjólagalla strax eftir vinnu og brunað á vit ævintýranna :P Ógiiiislega gaman - jafnvel þó ég sé bara sætaskraut og hjóli ekkert sjálf þá er þetta ógiiiislega gaman.
Ég hef að vísu verið að leita að hjóli fyrir mig svo ég get sagt upp sætaskrautsstöðunni. Ég hef skoðað böns af hjólum en ekki ennþá fundið HJÓLIÐ. Það er alveg ótrúlega mikið af hjólum til sölu en ekki hjólið MITT :-s en það kemur vonandi. Að vísu er til eitt Agusta F4 1000 Tamborini á Íslandi sem er draumadraumahjólið en það kostar litlar 7 millur og það er víst aðeins of þungt fyrir mína buddu sko. Ég er búin að fara og skoða það og ég hugsa að það sé ennþá pollur á bílskúrsgólfinu hjá veslings manninum :s Ég var næstum því búin að bjóðast til að vera þrællinn hans næstu 10 árin ef ég fengi bara aðeins að prófa en svo kikkaði helv...sjálfsvirðinginn inn og kom í veg fyrir það.
Ætli ég verði ekki bara að bíða fram á næsta vor eftir að kaupa mér hjól - hjólaveðrið fer að verða búið - þannig að ef það dettur ekki upp í hendurnar á mér hjól á næstu dögum þá bíð ég bara stillt og prúð stelpa eftir næsta vori. Verð þá eins og hinar beljurnar sem hleypt er út á vorin alveg trítilóð - á hjólinu mínu....vonandi :D

giovedì, agosto 03, 2006

Samskipti fólks .....

Skrýtið hvernig það er þegar fólk hittir einhvern í fyrsta skipti og verður illa við viðkomandi frá fyrsta sekúndubroti án þess að þekkja hana/hann nokkuð.
Ég hef lent í því nokkrum sinnum á lífsleiðinni hitta manneskju sem mér líkar bara engan veginn við og um leið og viðkomandi opnar munninn þá pirrar hún/hann mig óumræðanlega mikið. Nánast undartekningarlaust er það nú samt þannig að ef ég gef viðkomandi manneskju sjéns og kynnist henni/honum þá er þetta ágætasta fólk en því miður gerist það ekki alltaf að viðkomandi manneskja vex í áliti við frekari og meiri kynni :s
Stundum er það þannig að þegar fólk vex ekki í áliti hjá mér þá er það einfaldlega vegna þess að viðkomandi hefur þá sýnt á sér vonda og leiðinlega hegðun bæði gagnvart mér og öðrum. Sú hegðun getur, eins og í tilfellinu sem ég er að eiga við í þessa dagana, verðið vegna þess að viðkomandi er hundleiðinlegur og með eilífar pillur út í fólkið sem mér þykir vænst um. Þó það fólk eigi að vera fullfært um að verja sig sjálft þá þýðir það ekki að ég geti ekki varið það líka og sýnt að mér líki ekki svona framkoma gagnvart fólkinu MÍNU. Því miður hefur þessi manneskja þau áhrif á mig að ég fer í vont skap á sömu stund og ég sé hana og það bitnar á fólkinu sem mér þykir vænt um og bið ég það fólk mitt innilegrar afsökunar og lofa hér með að það endurtaki sig ALDREI aftur. Ég er nefnilega ekki sátt við það að illagerðar manneskjur stjórni mér og mínu skapi.
Í gærkvöld reyndi ég að koma samskiptum okkar á ögn eðlilegra plan en það endaði með því að viðkomandi manneskja rak mig út úr húsinu sem hún býr í. Það gerðist einfaldlega vegna þess að í hvert sinn sem ég eða aðrar sem voru með mér opnuðu munninn til að segja eitthvað reif hún orðið af mér og hinum þannig að ég fékk eingöngu að segja já við spurningu sem hún spurði mig að en ekki að bæta við því sem upp á vantaði þegar hún rak mig á dyr og ég að sjálfsögðu fór út því það hefði ekki haft neitt upp á sig að þrjóskast við. Þetta er þá alla vegana endanlega reynt og því miður kom ekki sú niðurstaða úr þessu sem hefði getað gert öll samskipti fjölskyldunnar umberanlegri.... það er ekki hægt að segja að það hafi ekki verið reynt og sem betur fer vorum við ekki bara einar að reyna að komast til botns í þessu þannig að það er ekki hægt að búa til nýja sannleik úr þessum samskiptum eins og þessari manneskju hefur hætt til að gera.