lunedì, agosto 21, 2006

Geðveik helgi :D


Þá er að baki bara þokkalega geðveik helgi sem var endalaust skemmtileg. Hún byrjað sko ekki illa:

Á föstudagskvöldinu bauð Crúzi okkur Sexy á Chippendales. Það var geggjuð skemmtun - mest var samt gaman að fylgjast hinum konunum. Sýninginn var mjög flott og þeir pössuðu sig alveg að skilja eitthvað eftir fyrir ímyndunaraflið :P En ég verð nú að segja fyrir minn smekk að það er fátt sem mér finnst vera eins lítið flott og karlmenn í g-streng að dansa OJBARASTA. Það er líka fátt flottara en þegar þeir komu fram í slökkvuliðsbúningunum WOW. Ég segi nú bara eins gott að þetta voru bólstraðir stólar sem setið var á - hehe. Krúttið hann Crúzi kom svo og sótti okkur Sexy eftir sýninguna og fékk ðe gorí deteils hjá okkur. Við vorum báðar mjög glaðar að hafa ekki þurft að borga okkur inn á þessa sölusýningu.

Á laugardagskvöldinu (menningarnótt) var skellt sér í teiti hjá Þresti vinnufélaga Snorra. Það var mjög fínt en frekar léleg mæting hjá þessu fólki svo ekki sé meira sagt. Við vorum komin þaðan og heim um 1/2 12 leytið því það var von á "innrás" hjá okkur. Þegar við komum heim voru Crúzi og Sexy mætt á svæðið og eins og í öllum góðum partýum var ákveðið að spila - samt ekki fatapóker - þar til aðrir mættu. Hafliði og Eyrún mættu svo á svæðið rétt þegar við vorum á komast á skrið með spilið. Halli mætti svo svoldið á eftir þeim. Halli náttla sýndi flott töfrabrögð :D Þegar allir voru orðnir þokkalega blautir í tánna nema ég þá ákváðum við að kíkja í bæinn á Rex. Þar var geggjað stuð. Þar var Doddi "litli" að dj-ast og tókst það rosalega vel. Ég var nánast bara á dansgólfinu - það var gegt stuð. Hefðarkötturinn minn var að þvælast í bænum með Tomma vini sínum og ætlaði að koma og hitta múttuna á Rex en var ekki hleypt inn :s Um ca 6:00 var okkur sópað út með ruslinu og héldum þá var hvert heim til síns.

Á sunnudeginum var vaknað á mjög svo ókristilegum tíma miðað við djammið um nóttina eða um 1/2 11 eftir 4 tíma svefn !!!! Iss sem betur fer er ég svo ung að ég höndlaði það algjörlega. Það var svo hrikalega gott hjólaveður að við Snorri ákváðum að skella okkur í mótorhjólagallann og fara út að dólast á hjólinu. Þarna kom sko hápunktur helgarinnar!!! Í þessu geggjaða veðri fór Snorri með mig og sýndi mér Indjánagil. Þar lék hann sér með vinum sínum þegar hann var gutti að alast upp í Breiðholtinu. Þetta er ótrúlega fallegur staður :D Ég segi enn og aftur að þetta var algjörlega hápunktur þessarar geðveiku helgar. Eftir Indjánagil kíktum við aðeins við hjá Crúza og Sexy og Snorri sníkti kaffi hjá þeim. Þar gengum við frá pöntun á borði á veitingastað úti í Köben sem núna eru bara rétt 17 dagar í. Þar verður önnur geðveik helgi í boði get ég sagt ykkur og ég hlakka hriiiiiiiikalega mikið til.

1 Commenti:

Alle 7:53 PM , Blogger Dýza skvíza ha detto...

hehe...láttu þig dreyma "stóri bróðir" eini svefninn sem þú færð í kringum Köben er í fluginu til Köben og á leiðinni heim :D Það verður djammað feitt í Köben svo feitt að hún verður lengi að jafna sig.....

 

Posta un commento

Iscriviti a Commenti sul post [Atom]

<< Home page