domenica, aprile 30, 2006

Rossopomodoro og Náttfatapartý á Laugaveginum


Um helgina, nánar til tekið á laugardagskvöldinu, fórum ég, Yoka, Snorri og Torfi á Rossopomodoro. Það var alveg rosalega fínt að öllu leiti nema það var fullmikið skvaldur þarna inni og erfitt að tala saman. Maturinn var mjög góður og þjónustan alveg í góðu lagi. Kannski pínudýrt en samt ekkert mikið dýrara en td. á TGI eða einhverjum svoleiðis stað. Ég er nú kannski bara svo ódönnuð að það káfaði ekkert upp á mig að það væru ekki dúkar á borðum eða tauservettur. Eftir matin ákváðum við að fara og kíkja aðeins á næturlífið - hin voru nú aðeins óreyndari í þeim efnum en ég...hehe :-Þ Þar sem klukkan var nú ekki einu sinni orðin miðnætti var ekkert um að ske í bænum. Við létum okkur samt hafa það að rölta á hina og þessa staði sko. Snorri stakk upp á því að við kíktum á Hverfisbarinn .. mér fannst það nú heldur klént. Enda er aldurinn þar ca 18-25 ára !!!! Þannig að ég lét hann nú vita það að hann kæmi nú til með að líta út eins og gömul krumpuð náttföt þar :-s Torfa og Yoku þótti þetta með eindæmum sniðugt en þetta var bara alls ekki hugsað svoleiðis. Málið er að maður þarf að vita hvar maður fittar inn og fólk á fertugs aldri fittar ekki inn með fólki sem gæti verið börnin manns - í það minnsta ekki alltaf :-D Loksins þegar búið var að koma því inn í hausinn á honum (að vísu með því að kíkja á þessa 2 krakka sem voru þar) var ákveðið að fara á Keltic Cross. Þá kom nú snobbið upp í minn get ég sagt ykkur .... jísess kræst ... talandi um sorglegan stað. Þarna vorum saman kominn ekki bara krumpuð náttföt heldur krumpuðustu náttfötin tankjúverínæs. Að vísu slæddust þarna inn svoldið sniðugir strákar í töff fötum sem lífuguðu aðeins upp á staðinn en þar sem þeir voru aðeins blautir í tánna held ég að þeir hafi ekki fattað hvað þeir voru komnir á sorglegan stað... hehe. Eftir þessi ósköp held ég að við höfum farið á Ölstofu Kormáks og Skjaldar ... það var nú allt í lagi svo sem en ekki mikið meira en það. Við enduðum svo kvöldið á því að fara á Rex. Þar þurftum við að vísu að bíða í röð í smá stund. Það hreinsaðist ekkert til í röðinni þó bæði Snorri og Torfi hóstuðu og létu öllum illum látum við að þykjast vera með fuglaflensu :-D Loksins á Rex vorum við sko að tala saman með almennilegan stað. Við Yoka fórum sko strax á dansgólfið og sýndum fólkinu hvernig á að dansa... hehe. Um 2 leytið vorum gömlu krumpuðu náttfötin og bróðir hans búnir að fá nóg og héldum við þá heim á leið :-s

martedì, aprile 25, 2006

Letihaugur




Ég fékk þá athugasemd frá krúttinu honum mági mínum að ég væri letihaugur þannig að ég ákvað að hisja upp um mig buxurnar (veitir ekki af eftir súkkulaði/kynlífsumræðuna á undan) og blogga smá. Ég talaði við gelluna hana mágkonu mína á sunnudagskvöldið og er hún gjörsamlega að farast úr spenningi yfir að vera að flytja heim til Íslands eftir langalangalanga útiveru í Bandaríkjunum. Hún flutti þangað gellan 1989 og hefur rétt svo nokkrum sinnum komið í heimsókn til landsins góða Íslands. Það er alveg á krystaltæru að við 3: ég, hún og Yoka eigum eftir að bralla margt og mikið saman ... hehe. Nú fór kvíðaskjálfti um einhverja sem þekkja okkur muuooohaahaha.

lunedì, aprile 24, 2006

Súkkulaði vs kynlíf

19 ástæður fyrir því að súkkulaði er betra en kynlíf... (döööhhh)

1. Þú getur fengið súkkulaði.
2. "Ef þú elskar mig þá gleypirðu þetta" hefur raunverulega merkingu með súkkulaði.
3. Súkkulaði fullnægir meira að segja þegar það er orðið mjúkt.
4. Þú getur hættulaust fengið þér súkkulaði meðan þú keyrir. (iss kynlíf og keyrsla er bara snilld)
5. Þú getur látið súkkulaði endast eins lengi og þú vilt. (hehe og af hverju ekki kynlífið líka)
6. Þú getur fengið þér súkkulaði meira að segja fyrir framan mömmu þína.
7. Ef þú bítur of fast í hneturnar þá kvartar súkkulaðið ekki. (þá er náttla bara um að gera að passa sig)
8. Tvær manneskjur af sama kyni geta fengið sér súkkulaði án þess að vera kölluð klúrum nöfnum.
9. Orðið "skuldbinding" hræðir súkkulaði ekki í burtu. (Of notað orð hvort eð er)
10. Þú getur fengið þér súkkulaði í vinnustólnum/við vinnuborðið á vinnutíma án þess að koma vinnufélugunum í uppnám.
11. Þú getur beðið ókunnugan um súkkulaði án þess að eiga það á hættu að vera löðrungaður. (þú biður þá ekki rétt ef þú færð löðrung fyrir hitt hehe)
12. Þú færð ekki hár í munninn af súkkulaði. (Það er ekkert gulltryggt í þeim efnum)
13. Með súkkulaði er engin þörf á að þykjast. (Ekki heldur með kynlífið)
14. Súkkulaði gerir þig ekki ólétta. (Að vísu hugsanlega eini kosturinn en það má passa sig sko)
15. Þú getur fengið þér súkkulaði á hvaða tíma mánaðarins sem er.
16. Það er auðvelt að finna gott súkkulaði. (Ekki hef ég orðið vör við það)
17. Þú getur fengið þér eins margar tegundir af súkkulaði eins og þú ræður við.
18. Þú ert aldrei of ungur eða of gamall til að fá þér súkkulaði.
19. Þegar þú færð þér frábært súkkulaði þá heldur það ekki vöku fyrir nágrönnunum. (Bara láta þá fá eyrnatappa)

Ég rakst á þetta bull einhvers staðar. Það fór sko glás af hugsunum í gegnum hausinn á mér við þennan lestur. Það er náttla bara ekkert í lagi heima hjá fólki sem velur súkkulaði fram yfir kynlíf. Ég verð nú að segja að ef fyrir framan mig stæði karlmaður og þar við hliðina væri súkkulaðistykki og ég mætti velja ..... ég mundi sko hiklaust velja karlmanninn get ég sagt ykkur nema þetta væri þeim mun ófrínilegra grey. Það er nefnilega hægt að gera svo margt skemmtilegt með og við karlmanninn sem þú gerir bara ekki með súkkulaði. Annað þegar þú ert búin að renna niður súkkulaðinu er það búið en karlmaðurinn er ennþá til staðar og án nokkurs kostnaðar geturðu skipt honum út ef hann bragðast illa ;-) T.d. fyrir það kvenfólk sem er endalaust í megrun og að hugsa um línurnar þá er það nú bara þannig að ef það er borðað ótæpilega af súkkulaði þá verða línurnar óreglulegar og leiðinlegar en kynlífið getur haldið þeim í lagi þeas ef það er stundað reglulega. Svo er náttla hægt að vera með græðgi og fá sér súkkulaði og svo kynlífið strax á eftir eða öfugt ;-P

venerdì, aprile 14, 2006

Popppunktur - djamm - Flúðir - ofl

Jæja það hefur nú orðið lítið úr letinni hingað til alla vegana. Á miðvikudagskvöldinu fór ég til Crúza og Sexy eins og til stóð og þar var sko spilað frá á rauða nótt. Það var spilaður Popppunktur og var Crúzi alveg á leiðinni að rúlla þessu upp þá var gerð innrás og voru þar Úlla "systir" og Íris með einkabílstjórann sinn Jón. Þær náttla rústuðu öllum plönum um rólegheit og drógu okkur Sexy nauðugar í bæinn með sér á djammið. Það var nú að vísu ógó skemmtilegt ... við byrjuðum á því að fara á Thorvald en þar var stappað (lítill staður) og ekkert brjálæðislega skemmtileg danstónlist. Þannig að við ákváðum að skjótast á Rex og þar var sko allt að gerast .. og dúndur danstónlist. Þar dönsuðum við og kjöftuðum þar til okkur var hent í bókstaflegri merkingu út með ruslinu sko :-D Það tekur náttla á að dansa og kjafta svona mikið þannig að við urðum að fara á Nonnabita og fá okkur smá að borða á meðan við biðum eftir Jóni einkabílstjóra.
Í gærkvöldi var ætt af staði í sveitina...á Flúðir nánar tiltekið. Þar var heljarinnar unglingaball sem dóttlu mína langaði á og ég ákvað að keyra hana og Bertu frænku hennar á það. Ballið var frá 21:00-24:00. Yoka kom með til að ég hefði félagsskap á meðan dömurnar væru á ballinu. Við ákváðum að keyra þarna um sveitina og enduðum á Hótel Geysi ... sem er geggjaðslega flott. Þar settumst við niður og fengum okkur súkkulaðibolla og blaður. Við vorum svo mættar aftur fyrir utan ballið rétt fyrir 24:00 en hún er nú ekki ólík múttunni hún dóttla mín og var henni sópað út með ruslinu af þessu balli. Við vorum svo komnar í bæinn rúmlega 1:00. Dóttlan í skýjunum eftir að hafa fengið að hitta Ingó "sinn" og múttan hrikalega þreytt....
Dagurinn í dag lítur út fyrir að ætla að ná að verða einhver afslöppun því kl. er 1/2 3 og ég er ennþá á náttfötunum ..... lofar góðu :-D

mercoledì, aprile 12, 2006

Páskaleti eða ekki !

Jæja þá er komið páskafrí og ég ætla að reyna að eyða því í að gera eins lítið og ég kemst upp með :-D Slappa af ... lesa ... læra ... lesa meira og slappa ennþá meira af. Ég ælta ekki og bara alls ekki að borða páskaegg og þið fáið fullkomna skýringu á því í öðru bloggi. Reyndar er ég að fara í heimsókn til Crúza og Sexy í kvöld og mar veit aldrei hvað gerist þegar svona fjörkálfar koma saman. Gæti enda á því að við spiluðum bara ... jafnvel Popppunkt ef vel liggur á okkur og drykkja og fylleríslæti koma ekki í veg fyrir það...hehe. Alla vegana er þetta ágætist byrjun á páskaafslöppun.
Reyndar væri ég rosalega mikið til í að eyða páskunum í ítölsku Ölpunum að renna mér á snjóbretti. Það er uppskriftin að draumapáskum mínum....kannski verð ég þar um næstu páska!

martedì, aprile 11, 2006

Only lonely

Hello again
Your words they make me smile
As I drift away
In my little room upstairs

Oh I spend my nights
Imagining your face your touch
Then I realize
How I don't even know your name

If we could share our time
Would I disappoint your fantasies
I believe that you could be the one I'm needing
'cause I'm

Only lonely on the inside
didn't mean to take away your dreams
only lonely on the inside
when you close your eyes to your deepest thoughts

I could start to give apologies
For all the stupid things That I will say and I will do
If we should ever cross the same place at the same time
Would your world skip a beat 'cause it was me

If we could share our life
Would I disappoint your memories
I believe that I could be the one your needing
And I'm

Only lonely on the inside
didn't mean to take away your dreams
only lonely on the inside
when you close your eyes to your deepest thoughts

If I could give back your hopes your joys your treasures
Don't you think that I would change my world
But there's so many things trying to pull us together
Even though we're far apart I can still watch you walk away

Only lonely on the inside
Didn't mean to take away your dreams
Only lonely on the inside
When you close your eyes do you see me

(in your deepest thoughts do you see me)
(when you close your eyes, in your deepest thoughts do you see me)

Óvænt heimsókn :-)

Í gærkvöldi komu Siggi og Gustavo í heimsókn til mín og Snorra. Þeir voru að koma frá Argentínu fyrir 3 dögum síðan og voru svo sætir í sér að kaupa handa mér kross. Gustavo lét blessa hann fyrir mig :-) Ég safna krossum sko og á orðið 24 með þessum nýjasta og þekja þeir vegg í svefnherberginu hjá mér. Ekki taka þessu samt sem að ég sé einhver trúarofstækis manneskja því ég er það alls ekki. Siggi og Gustavo eiga hús í Argentínu og sögðu að við yrðum að kíkja í heimsókn til þeirra þangað þegar þeir væru þar. Það fannst mér hljóma hrikalega spennandi. Því ég á alveg eftir að skoða Suður - Ameríku. Hef nú þvælst aðeins á eyjunum þarna í kring eins og Bermunda, Trindidad, Antiqua, Barbados, Jamaica ofl en aldrei komið þangað. Nú er bara um að gera að fara að safna fyrir flugfarinu til Argentínu :-)

lunedì, aprile 10, 2006

Topp 10 listinn minn

Crúzi og Sexy klukkuðu mig og báðu um topp 10 listann minn. Þeas þá á ég að búa til lista fyrir þau 10 lög sem mér finnst ómissandi frá þessari eða síðustu öld. Wow þetta hljóðaði nú eins og ég væri búin að vera til ógó lengi skiluru......síðustu öld :-s En hér kemur listinn :

1. Feel - Robbie Williams
2. Occhi di speranza - Eros Ramazzotti
3. Slow it down - East Seventeen
4. You'll think of me - Keith Urban
5. November rain - Guns'n'Roses
6. Only Lonely - Hootie and the Blowfish
7. The best- Tina Turner
8. How do you mend a broken heart - Michael Bublé
9. Imbranato - Tiziano Ferro
10. Cry - James Blunt

Jájá þetta val mitt á sjálfsagt eftir að koma einhverjum á óvart...hehe sérstaklega þar sem það er eitt Köntrýlag þarna :-) en ef það er hlustað á textan þá skilur fólk það fullkomnleg... ekki satt ! Reyndar eru öll þessi lög með snilldar texta. Ég verð að viðurkenna að þetta var samt svoldið erfitt því þetta eru svo fá lög sem má velja. Það er þannig með þau lög sem ég hlusta á þá veljast þau svoldið eftir því hvernig skapi ég er í þegar ég er að hlusta. Þannig að ef ég hefði verið að velja einhvern annan dag hefði kannski eingöngu verið ítölsk lög þarna eða bara þungarokk. Það er eingöngu ein tónlistarstefna sem ég hef algjöra óbeit á og það er JAZZ. Jazzinn virkar á mig þannig að þegar hann var fundinn upp þá komu saman slatti af mönnum sem kunnu ekki rassgat á hjóðfæri og ákváðu að glamra bara eitthvað út í loftið og fólk er nú oft svo mikið fíbbl að það hélt að þetta ætti að vera eitthvað flott ... uurrrrr. Tómt tjón. Basta.

domenica, aprile 09, 2006

Allt að gerast sko !

Ég verð nú að viðurkenna að ég hef verið frekar í latari kantinum með þetta blogg mitt. En núna er sko allt að gerast. Crúzi vinur minn var auðvitað kosinn ÚTVARPSSTJARNA ÍSLANDS núna á föstudaginn. Það voru einhverja tvær stelpur líka í úrslitum en ég held nú að þær hafi verið meira svona notaðar sem uppfyllingarefni fyrir hann. Hann kom í sjónvarpinu og alles sko. Ég var aldrei í vafa um að hann mundi vinna þetta en hann er svo hógvær og bældur( ... hehe :-D) að hann var í smá vafa í smástund held ég. Núna getum við sem hlustum á útvarp í vinnunni farið hlakka til því nú kemst í útvarpið alvöru útvarpsmaður með almennilegan þátt og ógó flotta rödd. Reyndar þykir mér svo mikið vænt um hann Crúza minn að hann gæti sko alveg bullað tóma steypu og verið með innihaldslaust þvaður og mér mundi samt líka rosalega vel við það og segja að hann bæri af þeim eru á þessum útvarpsstöðvum. Núna er bara fyrir ykkur hin að muna að stilla á kissfm 895 :-D
Á föstudagskvöldinu var líka Idol-partý heima hjá mér. Það var sko rosalega gaman...alveg stútfullt hús af fólki, unglingum og börnum. Það skiptist svoldið á milli hverjum fólk hélt með en það var nú samt engin hætta á slagsmálum sko...enda vann sá besti þarna, hann Snorri. Ég gæti alveg trúað að hann yrði ekki eitthvað sem týndist í þessum frumskógi eins og fyrri Idol stjörnur hafa gert. Við grilluðum okkur hamborgara okkur til dundurs í auglýsingahléum. Reyndar plata ég smá...elsti sonur minn hann Gunnar grillaði ofan í liðið hamborgara af tærri snilld. Eftir Idolið mæti svo aðalstjarnan á svæðið .. hann Crúzi ef þið skilduð ekki hafa fattað það...útvarpsstjarnan sjálf :-P Það var náttla grillað sér ofan í hann því ekki er hægt að bjóða stjörnu upp á kaldan hamborgar sko. Eftir svoldin tíma var ákveðið að færa stuðið heim til hans og Sexy. Þar varð tómt stuð ... með hann sofandi í sófanum ... hehe bara snilld sem entist til 5 um morguninn skilurr :-D