mercoledì, marzo 29, 2006

Ógiiislega gaman saman

Ég er búin að vera á leiðinni að blogga um síðasta laugardagskvöld/nótt. Þá fórum við í matarboð til Eggerts og Snæfríðar. Þau eru partur af vinahópnum okkar. Þau voru með hrikalega góðan mat sem var eldaður á staðnum í nýja eldhúsinu þeirra. Hann saman stóð af sveppasúpu, lambalundum m/appelsínusósu og í eftirrétt var ávaxtasalat með vanillukremsrjóma. Eins og ég sagði þá var þetta alveg hrikalega góður matur. Ég var svo heppin að Halli borðaði ekki sinn eftirrétt þannig að ég fékk hans skammt :-) ógiislega gott skiluru. Við tókum það bara rólega við að borða og nutum þess alveg fram í fingurgóma .. ummmmm.
Þegar líða tók á kvöldið komust flestir að því að vatnið þarna hjá þeim Eggerti og Snæfríði er eitthvað skemmt því allir sem drukku það urðu eitthvað svo léttir og extra skemmtilegir, þó sérstaklega Sexy. Á tímabili leit nú út fyrir "slagsmál" þegar farið var að ræða pólitík en þá tók Sexy málið í sínar hendur og ákvað að dansa fyrir okkur súludans og var Raggi notaður sem súlan :-Þ Honum til takmarkalausrar gleði. Hún á alveg framtíðina fyrir sér í þessari atvinnugrein ef hún ákveður að leggja hana fyrir sig en það er líka spurning hvort þetta sé ekki bara fínt sem aukavinna fyrir hana. Raggi er náttla sjálfkjörinn sem súlan hennar í framtíðinni :-P Undir morgun (6:00) þá var nóg komið af skemmtilegheitum og var þá haldið úr sveitinni í höfuðborgina. Ég verð nú að viðurkenna að ég var nú ansi þreytt þegar ég fór á fætur um hádegi á sunnudeginum :-s

domenica, marzo 26, 2006

kisumynd

bara mynd

venerdì, marzo 24, 2006

Ýmislegt að gerast hjá skvízunni

Jæja ég sendi syni mína úr landi í morgun ... þeir voru orðnir óalandi og óferjandi ... þannig að ég sendi þá til Manchester á fótboltaleik. Það ætti að lækna lætin í þeim í smá tíma eða þar til þeir fá fiðringin til að fara til NYC. Þeir eru náttúrulega ekki alveg tilbúnir að slíta naflastrenginn þessar elskur og eru búnir að hringja í mig 7 sinnum síðan þeir lentu ... voru komnir til Manchester um hádegi sko. Þeir segja að þetta sé nú frekar subbuleg borg en með gott fótboltalið þannig að þetta er umborið.
Leikurinn sjálfur sem þeir eru að fara á er á sunnudaginn, þar á Manchester að keppa við Birmingham. Dóri (sá yngri) sagði að ef við sáum einhvern hlaupa nakinn yfir völlinn með glás af löggum á eftir sér þá væri það hann :-s :-s ... það rauk sko í gegnum hausinn á mér; shitturinn titturinn hann gæti sko alveg tekið upp á þessu gosinn. Pabbi hans las sko yfir honum með þessa hugmynd og sagði honum að þó hann þekkti löggur þarna þá mundi hann ekki bjarga honum heldur hafa samband og sjá til þess að fengi að dúsa í fangelsinu þarna extra lengi !!! hehe við það sljákkaði aðeins í gosanum og það endaði með því að hann gaf okkur loforð um að gera þetta ekki. Eins og sést þá sakna ég þeirra frekar mikið enda eru þetta bestu synir í heimi þessar elskur þó þeir séu ansi uppátektarsamir stundum og geti gert meðal manneskju ansi gráhærða með uppátækjunum :-S en ekki gæti ég fyrir mitt litla líf hugsað mér lífið án þeirra.... Áfram Gunnsó og Dóri ;-P

mercoledì, marzo 22, 2006

Halló halló

Ég lenti í þeirri lífreynslu í gær að fara með henni múttu minni í bíl...hún "keyrði" og á að heita með ökuskírteini. En jísess kræst konan er eins og villidýr þegar hún sest undir stýri og ég hugsaði þetta er mitt síðasta. Svo til að bæta gráu ofan á svart þá er konan einn og ekkert (eins og synir mínir segja gjarnan um lágvaxið fólk) þannig að þegar hún var að flauta og "senda" puttan þá sá fólk ekki konuna undir stýrinu heldur leit á mig með illum augum :-S og þegar ég skammaði hana fyrir þessa framkomu í umferðinni þá hló hún bara að mér og sagði mér að það væri of mikið af fíflum í umferðinni ... döööö ræt en það var ein plús sem kom út úr þessari lífsreynslu. Ég græddi efni í pils sem villidýrið hún mútta mín ætlar að sauma á mig fyrir laugardaginn. Hrikalega flott efni sem við fengum í Seymu (þannig að bílferðin með henni var alla leið af Seltjarnarnesinu í Hafnarfjörð).
Fyrir hádegið í gær var hann Crúzi vinur minn að taka þátt í útvarpsstjörnu Íslands á Kissfm 895 og auðvitað hlustaði ég á hann. Hann er náttúrulega útvarpsstjarna af Guðsnáð það er ekki spurning. Þannig að þið sem misstuð af töpuðuð feitt. Það sem hann þessi elska hefur meðal annars umfram aðra er að hann er ekki stöðugt að blaðra samhengislausa vitleysu um klukkuna svo hefur hann líka mjög flotta útvarpsrödd og á flestum sviðum góðan tónlistarsmekk ... þannig að allir koma nú; KJÓSIÐ Markús Þórhallsson sem næstu útvarpsstjörnu Íslands á Kissfm ( www.kissfm.is). Við sem kjósum hann fáum dúndur skemmtilegan strák í útvarpið með flotta rödd og hann kemst í draumastarfið ;-P ... þannig að það græða allir á því.
Gærkvöldið fór í að læra með elsta syni mínum ... dönsku :-S ég er nú ekki alveg sú sleipasta þar sko. Þannig að ég leitaði á náðir vinkonu minnar Jóu og fékk hana til að hjálpa okkur með þetta. Enda vorum við báðar búnar að standa í þessu á síðustu önnu, svo saman rúlluðum við þessu upp á met tíma enda snillingar þegar við komum saman ... Jóa fékk sko 9 í þessari dönsku en ég bara 8. Saman erum við sjálfsagt 10 ... hehe.

lunedì, marzo 20, 2006

AMPOP og helgin

Eins og fram hefur komið ætlaði ég á Ampop tónleikana á Nasa og auðvitað fór ég. Ég fór nú ekki alveg ein eins og útlit var fyrir. Jóa vinkona mín kom með mér, mér til halds og traust.... gott að eiga góða vini skiluru. Aftur að Ampop.... þeir voru tææær snilld. Ég hef aldrei farið á tónleika þar sem trommarinn hefur spilað svona aðalhlutverkið. Þegar þeir tóku lagið My delusions varð allt þokkalega vitlaust í húsinu og þá fór trommarinn á kostum og átti staðinn. Frábær skemmtun og ég væri algjörlega til í að fara á tónleika með þeim aftur og aftur og aftur en þá mættu þeir reyndar spila aðeins fleiri lög ;-) En flottir voru þeir. Annars fór helgin að mestu í leti bara og afslappelsi sem þýddi það að ég spókaði mig að mestu bara um á náttfötunum allan daginn og reyndar kíkti ég aðeins í skólabækurnar(gat gert það á náttfötunum) ... er að rembast við að læra ítölsku. Eins og sést þá var þetta alveg einstaklega ljúf helgi.

venerdì, marzo 17, 2006

AMPOP :-)


Þá á að skella sér á Nasa í kvöld og sjá strákana í AMPOP enda tónlist þeirra tær snilld. Ég veit ekki alveg hvort ég enda á því að fara ein eða hvort Gunnsó fer með múttu sinni ;-) Það gæti líka verið að Crúzi og Sexy fari með ... you never know skiluru. Gunnsó var eitthvað að draga í land með það að fara með því hann langar frekar að fara á einhver þvæling með Tomma vini sínum ... ég skil ekki svona að taka vini sína fram yfir múttuna !!!! Þetta segir bara að einhvers staðar fataðist mér flugið með uppeldið á honum. Svona er þetta bara ég get ekki verið góð í öllu sko ... er bara góð í flest öllu :-D Nei, nei bara grín, auðvitað er hann Gunnsó minn hrikalega góður og flottur strákur enda alveg copy - paste af mér nema kynið. Svo ég snúi mér aftur að AMPOP .... þá mæli ég eindregið með því að fólk hlusti sérstaklega á lögin Secrets, Clown og My delusions (hin öll eru líka góð en þessi áberandi bezt), reyndar held ég að flestir sem hlusta á útvarp hafi heyrt My delusions. Ég segi enn og aftur tær snilld og mæli eindregið með því að þið fjárfestið í disknum þeirra - My delusions. Ég á eftir að heyra og fjárfesta í eldri diskunum þeirra Made for market og Nature is not a virgin en það er á dagskránni mjög fljótlega. Þannig að núna er bara að vera þolinmóð og bíða eftir kvöldinu....... sem verður væntalega frábært !

giovedì, marzo 16, 2006

Jæja skvízan er byrjuð að blogga....

Jæja þá er ég byrjuð að blogga eins og allir hinir :-) Ógó töff skiluru. Eftir ítölskutíman minn í gær fórum við Snorri í heimsókn til okkar bestustu vina Crúza og Sexy ( aka Krúsa og Siggu ). Við vorum sko að plana og ganga frá ferðinni okkar saman til Köben. Við erum sko að fara 7. september á þessu ári(bara svo það sé á hreinu) ... ekki ráð nema í tíma sé tekið sko. Við ætlum að nota tækifærið til að kaupa Strigið, alla kastalana, Tívolíð, Bakken og margt margt fleira sem hinir íslendingarnir eru ekki þegar búnir að kaupa .... helv græðgi alltaf. Reyndar væri spurning hvort þarna mundu Crúzi og Snorri nota tækfærið til að láta gamlan draum rætast og opna Áthús Dúdda ... en tíminn leiðir það bara í ljós hvort þeir eru menn eða mús(ir). Reyndar erum við Sexy að hugsa um að kíkja til Malmö til að verzla pínulítið eftir að hafa fengið þetta líka fína tipz frá Hafliða vini okkar með það. Ykkur verður sko leyft að fylgjast með framvindu mála þegar nærdregur get ég sagt ykkur. Ahhhhh eitt en við verðum á Hótel Danmark í Kaupmannahöfn. Bara svona ef einhverjir vildu hitta á okkur í Danmörku á meðan við erum þar skiluru ;-)