mercoledì, luglio 26, 2006

The Lake House

Í gærdag skellti ég mér á æðislega mynd í Háskólabíó með Snorra eldri. Myndina The Lake House. Þetta er hrikalega sæt og rómantísk mynd og ekki skemmir fyrir að í henni leikur einn getnaðarlegasti leikarinn í Hollywood, nefnilega Keanu Reeves. Karlmenn gerast ekki öllu flottari en hann...dökkhærður, dökkeygur, flottur skrokkur osfrv uhumm :D

Myndin er svoldið snúin en samt svoldið augljós. Ég ætla ekki að segja neitt frá söguþræðinum bara mæla með að fólk skelli sér á hana sérstaklega ef fólk er sökkerar fyrir rómantík eins og ég :D Húsið sem tengir sögupersónurnar saman og umhverfi þess er ótrúlega flott. Mæli eindregið með þessari mynd - hún er sæt og flott í alla staði og söguþráðurinn líka sætur og flottur og fékk mig til að trúa að allt væri hægt ef ástin er annars vegar.......

lunedì, luglio 24, 2006

Nauthólsvík með pempíunni Snorra Halldóri :D

Á föstudaginn hætti ég snemma í vinnunni og ákvað að nota góða veðrið í annað en horfa á það út um gluggann. Ég og Snorri Halldór ákváðum að fara hjólandi (á reiðhjólum) í Nauthólsvík og busla aðeins í sjónum þar.
Það var alveg dágóð glás af fólki þarna enda alveg hriiiiikalega gott veður. Ég uppgötvaði það þarna að sonur minn er algjör pempía :s Ég veit ekki hvar þessi umsnúningur varð á honum sem alltaf var að skoða köngulær, orma eða bara allt lífið og lét fátt hræða sig. Þarna í Nauthólsvík stóð hann í sandinum og hálf veinaði að ég skildi nú passa mig á þessu og hinu !!! AHHH mamma passaðu þig ef þú sérð svona blautan hring þá getur það verið þessi ormurinn. Ég nennti nú ekki að hlusta á svona kerlingartuð og dró hann út í vatnið og þá byrjaði: ahhh þetta er svo kalt ..... döööö hvað ég var hissa. Hann tuðaði líka yfir sandinum sem festist á milli tánna á honum - meðan ég naut þess alveg fram í fingurgóma að vaða þarna í sjónum og finna sandinn klessast á milli tánna.
Ég ákvað að bæta honum aðeins upp sálarkvölina og bauð honum á kaffihúsið Nauthól og gaf honum þar ostaköku og gosglas. Þannig að hann komst frá þessu þokkalega óskemmdur á sálinnu - það er nefnilega alltaf hægt að bæta honum allt upp með mat þó það sjáist nú ekki á honum þessari elsku :D Ég naut þess að vera þarna og hann lifði þetta af :D

martedì, luglio 18, 2006

Stund sannleikans eða þannig :)

Stal þessu á síðunni hans stóra bróður sem stal þessu af síðunni hennar Úllu "systir" :D

( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkúrat
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
( ) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n (lendi mjög oft í þessum pakka)
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
(x) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) lent í bílslysi (ég hef lenti í árekstri á bíl sko en sem betur fer ekki slysi)
(x) verið með spangir/góm (var ógó töff þá :)
( ) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
(x) borðað líter af ís á einu kvöldi
(x) fengið deja vu
(x) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
( ) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni (það er frábært - mæli með því)
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu- og bófaleik
( ) litað nýlega með trélitum
( ) sungið í kariókí (nibs - ein af fáum íslendingum sem hef vit á því að taka ekki þátt í því :)
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni (snilldin ein - ætti að vera skylda)
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
( ) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk (á það eftir :)
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
(x) stolið bíl
(x) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n
( ) lent í slagsmálum (verið ansi oft nærri því að stofna til þeirra - held ég)
(x) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
( ) farið á blint stefnumót
( ) logið að vini/vinkonu (ekki viljandi ef það hefur gerst)
(x) skrópað í skólanum
(x) horft á einhvern deyja
(x) farið til Kanada
( ) farið til Mexico (er alltaf á leiðinni)
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi (er alltof æðisleg til að gera svoleiðis vitleysu)
(x) borðað sushi (namminamminamm)
(x) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði (kýs nú samt snjóbretti frekar)

Jæja-ætla það komi eitthvað af svörunum á óvart - hehe.............

lunedì, luglio 17, 2006

YEEEEESSSSSS & JIIIIIBBBBÝ - PRÓFIÐ KOMIÐ

Ég get sko sagt ykkur það að ég hef bara aldrei verið jafn nálægt því að drepast úr streeesssi og í gærkvöldi og svo aftur í morgun.

Í gærkvöldið fór í ég götuakstur og með glás af áhorfendum í ökukennarabílnum :s Ég hugsa að ég hafi setti heimsmet í mótorhjólaklúðri. Á tímabili var ég að hugsa um að keyra út í kannt - leggja hjólinu - stappa niður fótunum og hreinlega fara að grenja - uurrrrr en sem betur fer kom upp í mér þrjóskan rétt áður en ég bugaðist. Eftir talsverða keyrslu var ákveðið að henda áhorfendunum og láta mig og Snorra taka smá hring og leyfa mér að vera á undan og þá tókst þetta hjá mér þokkalega skammlaust - nema alveg rétt eftir að ég lagði af stað og kom út af planinu hjá Frumherja þá tókst mér að detta og fá hjólið einhvern veginn ofan á mig. Stórslasaði sálina og fékk smá skrámu á löppina en hjólið slapp ómeitt..... ;)

Í morgun koma svo annar stórskammtur af stressi. Þá var prófið sjálft sem þurfti að standast. Þegar ég settist upp á hjólið og til að gera planæfingarnar slökknaði einhvern vegninn bara alveg á stressinu og ég rúllaði planæfingunum upp eins og ekkert væri :D Þar sem við vorum 5 að taka prófið þurfti að bíða svoldið á meðan hinir fóru í götuaksturinn og þá var nú aldeilis tíminn til að byggja upp kvíðakast úfffff. Mér tókst nú að komast nokkuð skítsæmilega frá götuakstrinum - gleymdi að vísu einu sinni hægri rétti en hvað er það á milli vina - þetta tókst það skítsæmilega að skvízan stóðst prófið :D

Fæ væntanlega nýja ökuskírteinið í þessari viku - ógó töff skiluru. Þá á ég bara eftir að verða mér út um hjólið til að þeysa um göturnar á.

venerdì, luglio 14, 2006

Jiiibbí - mótorhjólagallinn keyptur :D

Ég fór í dag og keypti mér mótorhjólagallan enda ekki seinna vænna. Mótorhjólaprófið - verklegi hlutinn - er á mánudaginn :D

Ég var búin að fara (eins og þegar ég keypti hjálminn) búð úr búð og skoða og þukla og var bara ekki að finna neitt sem mér leist á. Var reyndar alveg ákveðin í því að fá mér leðurgalla en endaði á því að fá mér GoreTex galla frá Frank Thomas. Hrikalega flottur og fæst í Yamaha umboðinu :D Ég lít að vísu út eins og Michelinmaðurinn í honum en það er bara töff - hehe. Gallinn er einlitur svartur af því að ég er ekki alveg búin að ákveða hjólið sem ég fæ mér eða í hvaða lit það verður. Ég ætla nú líka að fá mér leðurgalla þó aðeins síðar verði og þá verður hann kannski í stíl við hjólið mitt - einlitur eldrauður eða neongrænn.


Úffúffúff...hvað ég hlakka til að fá mótorhjólaprófið - það kemst bara ekkert annað að hjá mér þessa daganna. Að vísu kvíður mér pínu fyrir prófinu eins og reyndar öllum prófum orðið :s Vonandi get ég boðið þeim sem vilja í mótorhjólatúr með mér fyrr en seinna - eitthvað fyrir ykkur að hlakka til líka-hehe ;)

lunedì, luglio 10, 2006

Hin þokkalegasta helgi :D


Þá er þessi helgi liðinn - alltof fljótt eins og svo oft áður. Það gerðist nú ýmislegt markvert á henni.

Á föstudagskvöldinu fór ég í keilu með Sexy & Crúza. Reyndar var hún alltof alltof alltof stutt en varð að duga í þetta skipti - verður lengri næst og kannski mæta þá líka fleiri af þessum "ræfils"vinahópi okkar. Móðir mín og Snorri eldri sáu mér fyrir verkefnum þetta kvöldið. Múttan ákvað að taka það að "sér" að passa unglinga frænda míns, sem þýddi að ég var í svolitlum strætóleik frameftir kvöldi, af því að hún var svo snjöll að vera í afslöppun á heilsuhælinu í Hveragerði. Nú og svo þegar við vorum rétt hálfnuð með keiluleikinn hringdi Snorri eldri og vildi losna úr kjallara bróður síns og komast heim til sín. Þegar heim var komið kom í ljós að annar unglingur frænda míns hafði óvart farið heim með lyklana af vinnunni sinni og þurfti að skjótast með þá aftur í vinnuna :-S Þá var ég búin að fá nóg af rúnti og nennti ekki meira - reyndar var "smotterí" annað sem hafði áhrif á það að ég skundaði ekki aftur upp í Keiluhöllina.

Laugardagurinn leið sem betur fer ferkar átakalaust fyrir sig. Fór reyndar frekar snemma að sofa það kvöldið eða um 12 leytið.

Á sunnudagsmorginum var vaknað klukkan 05:00 fyrir hádegi - skiluru. Því í dag var sko dagurinn sem hún Margrét uppáhalds mágkona mín var að koma heim með næstum allt sitt hafurtask. Hún kom heim með karl og 75% af börnunum sem hún á - sem sé 3 börn. Júlíanna dóttir hennar varð eftir í Banaríkjunum. Það er á stefnuskránni að fá hana heim um jólin og þá verður náttúrulega unnið í því að heilaþvo hana svo hún flyti á klakann aftur eins og allir aðrir úr fjölskyldunni gerðu :D
Það var slegið upp heljarinnar matarveislu í Tjarnarbólinu um kvöldmatarleytið þar sem öllu slekktinu var boðið-19 manns. Eins og gefur að skilja var ansi fjörugt og hresst þarna hjá okkur, í það minnsta framan af, alveg þar til flugþreytan fór að herja á nýkrýnda Íslendingana:D

martedì, luglio 04, 2006

Stjörnumerkin sem dýr....hehe

Hrúturinn
er rolla, ég meina karlkyns rolla þ.e. hrútur. Rollulegheit er aftur á móti ekki að finna í eðli hrútsins (sjá frekar fiskinn). Frekja er í eðli hrúta, ójá. Rollur segja Meeee. Hrútar segja Meeeeeessaðu EKKI í mér.. og þú ættir að sleppa því ! .. hornin geta meitt. Allir hrútar eruýtnir og halda að þeir viti allt betur en aðrir og þeir ryðjast alltaf á undan í röð.. tramp tramp, skvamp og ýt ýt, komast áfram, vera fyrstir - jebb, það er best að koma sér bara úr veginum. Hrútsmerkið stjórnast af Mars, sem er guð af "Ég vinn,þú tapar"-heimspekinni.

Nautið…
er karlkyns belja, ég meina þá auðvitað naut. Beljur gefa manni mjólk, naut gefa manni ósköp fátt nema kannski blakandi nasavængi og hvöss ég-rek-þau-í-gegnum-þig horn. Nautin taka það sem þau vilja, þegar þau vilja það - matinn þinn, uppáhaldsstólinn þinn, tíma þinn, orku þína, peningana þína, dótið þitt - þau eiga þetta allt og mega allt. Nautin fljóta í gegnum lífið og éta allt sem á vegi þeirra verður. Sjálfselsku ónytjungar! Nautsmerkið stjórnast af Venus sem er gyðja dóts og fjármuna.

Tvíburarnir…
eru alltaf kleyfhuga geðsjúklingar. Þeir geta ekki staðið kjurrir í eina mínútu og svo ljúga þeir stöðugt ! Fljóthuga, óákveðnir, flöktandi og algerlega gersamlega klikkaðir. Ekki umgangast tvíbura til lengdar nema þú viljir endileg verða geðveikur. Hann elskar mig, hann elskar mig ekki, hún elskar mig, hún elskar mig ekki. Þú munt aldrei vita rétta svarið. Tvíburamerkið stjórnast af Merkúr, guði geðsjúkra hugarleikja

Krabbinn…
er krabbi og það er ekkert flókið. Röfl, væl og kvartanir, endalaus fyrirtíðaspenna, hvort sem um er að ræða karlkrabba eða konudýr. Einstaka sinnum þegar tunglið er í réttri stöðu verður krabbinn öskrandi geðveikur. Það er eina hvíldin frá endalausu vælinu í honum.Ekkert er nógu gott, enginn hjálpar nógu mikið til, þú borðar ekki nógu vel, bla bla bla. Það er ekki hægt að þóknast þessu liði. Eina lausnin er að stinga þeim ofan í í brennheitt vatn og sjóða þá í potti. Krabbamerkið stjórnast af hinu spúkí tungli og hinum villtu, vanþakklátu sjávarföllum.

Ljón…
eru einfaldlega villidýr. Ljón spranga um eins og herrar og ungfrýr fullkomin, alveg eins og heimiliskötturinn þinn. Ég meina, líttu á köttinn þinn - til hvers eru kettir eiginlega ? "Gefðu mér að borða. Sjáðu á mér hárið. Er ég ekki fullkomin ? Klappaðu mér, dáðstu að mér, leiktu við mig - farðu svo" - hvæs, klór. Þau leika ekki listir, gera ekki það sem þú segir þeim og þau fara úr hárum. Það er allt og sumt. Ljónsmerkinu er stjórnað af sólinni, hr. Geisla sjálfum.

Meyjur…
eru ekki skemmtilegar. Þær eru hreinar og fölskvalausar og mjöööög smámunasamar. Ekkert og enginn er nógu góður fyrir Meyju. Þær stara á þig með borandi augnaráði, og muna alla þína veikleika og galla. Þær þykjast vera vinir þínir og hjálpa þér en allan tímann eru þær flissandi og hlæjandi bakvið þig. Ekki treysta þeim í eina mínútu ! Meyjan stjórnast af Merkúr sem er guð ofurjafnvægis.

Vogin …
er alltaf allt úr jafnvægi. Þær reyna og reyna að gera hlutina rétt en þeim tekst það aldrei. Þær bæta smá öðru megin á vigtina, pínu hinum megin og aðeins í viðbót þangað til að þær eiga svo mikið af drasli að þær verða að halda bílskúrssölu eða leigja bás í Kolaportinu. En það gera þær auðvitað aldrei og þær vilja alltaf aðeins meira. Meiri ást, meiri skartgripi, meira gaman, meiri peninga, meiri fegurð, fleiri vini bla bla bla...Vogin stjórnast af Venus - sem er gyðja fegurðar sem á fullt af frábærudóti.

Sporðdrekinn…
er vondur, stingandi sporðdreki, eitrað meindýr, undirförult og hættulegt sníkjudýr myrkursins. ALDREI treysta sporðdreka. Sporðdrekar treysta þér ekki og þeir drepa þig án þess að hugsa sig um tvisvar. Ef þú ferð vel með þá gætu þeir hugsanlega orðið þokkaleg gæludýr- ef þeir eru í búri auðvitað. Sporðdrekinn læðist um allt óséður, kemst inn í hugsanir þínar og drauma og stelur þeim eins og þjófur um nótt. Ertu ekki hrædd(ur)? Sporðdrekinn stjórnast af Plútó sem er guð kjarnorkusprengjunnar.

Bogmaðurinn…
er sjálfhverfur, trampandi og hneggjandi hestur. Forðaðu þér af á leiðinni því flest allir Bogmenn eru með augnskjól svo að þeir geta ekki horft til hliðanna og sjá ekkert yfir hvað þeir eru að koma sér í. Þeir segja líka alltaf nákvæmlega það versta sem hægt er að segja ístöðunni einsog; "hei-þú ert miklu ellilegri og feitari en síðast þegar ég sá þig" eða "hvað er þetta eiginlega þarna framan í þér?" Þetta er ekki hreinskilni, þetta er bara grimmd. Bogmannsmerkinu er stjórnað af Júpiter, hinum upphaflega sá-sem-allt-veit-best !

Steingeitin …
er geit. Leiðinda frek steingeit. Svona geit sem lítur út fyrir að vera gömul og svikul. Þeir hengslast upp fjallið jájá, með öllum þeim undirförulu og andstyggilegu trikkum sem þeim dettur í hug. Og svo eru þær með uppkrulluð horn, alveg eins og djöfullinn sjálfur. Steingeitur nota og misnota þig á alla mögulega vegu til þess að fá sínu framgengt. Þeim er alveg sama þótt þær þurfi að éta sorp eða þótt það taki óralangan tíma, þær skulu bara ná sínu fram. Steingeitin stjórnast af Satúrnusi, hinni eilífu föðurímynd.

Vatnsberinn…
er villtur vatnastrákur eða stelpa. Þetta er fullkomlega ábyrgðarlaust fólk. Þeir hafa einungis eina reglu; ef það er gott, þá gera þeir það. Vatnsberar eru alltaf með flókin og greindarleg plön í gangi sem þeir síðan hlaupa frá án þess að hugsa sig um tvisvar. Þeir segja þér eittog láta síðan einhverja fáránlega hugmynd teyma þá alveg til Timbúktú. Ekki einu sinni láta þér detta í hug að reyna að fylgja Vatnsbera eftir, þetta er blautt, sleipt og geðveikt lið. Vatnsberinn stjórnast af Úranus, guði eldinga, rafmagns og hjólreiðamanna.

Fiskamerkið ...
hmm, fiskur ? Eða, eiginlega tveir fiskar að synda í gagnstæða átt- alltaf týndir. Fólk í fiskamerkinu lifir í stöðugum ótta vegna þess þeir vita að hættulegar fiskaætur leynast alls staðar ... fylgist bara með því hvernig þeir skjótast um, snarruglaðir og illa fyrirkallaðir. Fiskar geta ekki verið á beinu brautinni í tvær sekúndur og þú þarft ekki annað en að henda út gómsætri beitu þá eru Fiskarnir mættir á sekúndubroti, tilbúnir að bíta á agnið. Auðveldir þessir Fiskar nefnilega (eiginlega eins og rollur), Fiskarnir stjórnast af Neptúnusi,guði friðar, ástar og ruglings.

lunedì, luglio 03, 2006

Fjúkk - stóðst :D

Fjúkk, skriflega prófið að baki og skvízan stóðst þann hluta. Þannig að núna er ég enn einu skerfinu nær að fá prófið sjálft og getað farið að bruna um í umferðinni. Að vísu vantar mig hjólið ennþá, en það kemur, endar liggur kannski ekkert á þar sem prófið sjálft er ekki ennþá komið í fullri lengd. Verklega prófið eftir.
Ég er búin að taka nokkra rúnta á milli mótorhjólabúðanna og láta mig dreyma um hvernig hjól mig langar í og ræð við að kaupa. Stóra draumahjólið (Agusta) kostar nefnilega litlar 7 millur, þannig að ég verð að jarðtengja mig og skoða eitthvað sem kostar örlítið minna svona sem fyrsta hjól. Þar kemur Kawazaki Ninja sterkur inn enda úber töff og Ducati í ítölsku fánalitunum er alveg massa töff líka.
Mér tókst að koma stráknum í Nítró aðeins á óvart þegar hann var að sýna mér hjólin og leyfa mér að setjast á þau og máta. Ég sagði honum nefnilega að ég vildi ALLS EKKI svart eða silfurlitað hjól. Þá sagði hann mér að hann hefði eingöngu selt þetta hjól svart eða silfurlitað þannig að ef ég fengi mér það GULT þá yrði ég ein um að vera á þessu hjóli með þeim lit :D það finnst mér massa flott. Því það er fátt sem mér finnst leiðinlegra en að falla inn í hópinn og vera eitthvað copy - paste dæmi :D
Ducati

Kawazaki Ninja


Þar sem skriflegi hlutinn er að baka er komið að því að ég æfi mig í umferðinni fyrir verklega hlutan. Þannig að ef þið sjáið svarblátt strik einhvers staðar og kennara þar á eftir hárreita sig þá hafið þið hitt á mig í æfingarakstri sko :D